Beraði sig ítrekað fyrir stjúpdætrum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2019 10:53 Önnur stjúpdóttir mannsins kærði manninn í nóvember 2016 og sagðist hún hafa vaknað degi áður við það að maðurinn var nakinn inn í herbergi hennar og að strjúka á henni lærið. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að bera sig fyrir framan stjúpdætur sínar og fróa sér svo þær sáu til. Þar að auki fyrir að hafa berað kynfæri sín í reisn í stofu heimilis þeirra og sagt annarri stjúpdóttur sinni að horfa á sig. Önnur stjúpdóttir mannsins kærði manninn í nóvember 2016 og sagðist hún hafa vaknað degi áður við það að maðurinn var nakinn inn í herbergi hennar og að strjúka á henni lærið. Hún sagði manninn hafa byrjað að vera ítrekað nakinn fyrir framan hana á heimili þeirra þegar hún var 13 ára gömul, sem var um það bil þremur árum áður.Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness sagðist hún oft hafa orðið vitni að því að hann bæri vaselín á kynfæri sín í skrifstofuherbergi sínu og þar að auki hafi hún nokkrum sinnum séð hann fróa sér í svefnherberginu. Hann hafi haft hurðina opna þannig að hún sæi hann.Rakti sýniþörf til lyfja Hin systirin var einnig yfirheyrð af lögreglu og tók hún fram að stjúpfaðir sinn væri haldinn parkinsonssjúkdómi og kvaðst hún vita að sýniþörf væri algeng hjá slíkum sjúklingum. Hún sagðist þrisvar sinnum hafa gengið fram hjá svefnherberginu þar sem maðurinn hafi verið að fróa sér með opna hurð og sú hegðun hefði byrjað þegar hann fór að taka lyf við parkinssons, um svipað leyti og hin dóttirin, sem er yngri, sagði hegðunina hafa byrjað. Eldri systirin sagðist einu sinni hafa orðið fyrir óviðeigandi snertingu af hálfu mannsins. Þau hafi verið að horfa á sjónvarpið hafi hann setið þar með fulla reisn og hún hafi ætlað að fara þar sem það hafi verið óþægilegt. Hann hafi þá gripið í hana og sagt henni að horfa á.Lofaði bót og betrun Móðir systranna sagðist aldrei hafa orðið vitni að þeirri háttsemi sem þær lýstu og maðurinn var sakaður um. Hann hefði þó viðurkennt fyrir henni að hann gengi um ber að neðan undir baðslopp og ætti það til að bera kynfæri sín svo dætur hennar sæju til. Þá höfðu dætur hennar rætt við hana um að maðurinn væri að fróa sér í svefnherberginu, án þess að loka að sér, og að hann sæti í sófanum og opnaði sloppinn svo sæist í kynfæri hans. Hún sagði manninn hafa sagt þetta vera hugsunarleysi og lofað bót og betrun. Það hafi þó ekki varað lengi. Hún sagðist hafa verið í afneitun í fyrstu gagnvart ásökunum dætra sinna og ekki séð hve alvarlegt ástandið var fyrr en of seint. Þá hafi hún skynjað mikla vanlíðan hjá annarri dóttur sinni en sambúð móðurinnar og mannsins lauk skömmu eftir að áðurnefnd dóttir lagði fram kæru gegn manninum. Móðirin sagði einnig að hún teldi manninn einungis hafa sýniþörf gagnvart dætrum hennar og hann hafi aldrei komið svona fram við eigin dóttur, sem bjó einnig á heimilinu. Læknir sem sérhæfir sig í heila- og taugasjúkdómum og greindi manninn með parkinsonssjúkdóm árið 2011, bar einnig vitni fyrir dómi. Hann sagði aukaverkanir þeirra lyfja sem maðurinn tæki mögulega raska hvatastjórnun ef vitsmunaleg skerðing væri einnig til staðar hjá sjúklingum. Hann sagðist hvorki hafa merkt vitsmunalega skerðingu hjá honum né haft grunsemdir um aukaverkanir lyfjanna. Læknirinn taldi þó mögulegt að skýra sýniþörf mannsins gagnvart stjúpdætrum sínum vegna áhrifa lyfjanna. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi og framkvæmdi geðrannsókn á manninum, sagði hann ekki hafa sýnt áberandi merki um kvíða, þunglyndi eða minnistruflanir. Hins vegar hafi sambýliskona hans og móðir stúlknanna lýst hegðunarbreytingum hjá honum sem þekkt séu við lyfjameðferð við parkinsonssjúkdómi og sérstaklega þeim lyfjum sem hann var að taka. Þrátt fyrir að maðurinn væri að taka þessi lyfi og að þau kynnu að valda röskun á hvatastjórnun sagði læknirinn að þau gerðu hann ekki óhæfan um að stjórna atferli sínu, þó það væri álitamál og „á gráu svæði“.Kannaðist ekki við sýniþörf Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við að vera haldinn sýniþörf og sagðist ekki gagna um nakinn eða fróa sér að öðrum ásjáandi. Hann sagðist þó baða sig á kvöldin og hann færi í baðslopp eftir það. Þá væri hann oft nakinn undir sloppnum en sagðist halda honum að sér. Hann sagðist þó vita til þess að stjúpdætur hans hefðu kvartað við móður þeirra yfir hegðun hans. Ekki mundi hann hver viðbrögð hans urðu við því en hann sagðist muna eftir því að gert hefði verið samkomulag um að hann léti af hegðun sinni. Þá segist hann hafa reynt að standa við það. Maðurinn sagðist ekki vita af hverju stjúpdóttir hans væri bæri á hann þessar sakir. Henni hefði ávalt verið illa við hann og verið óstýrilát á þessum tíma. Þegar hann var spurður út í atvikið sem yngri systirin segir hafa leitt til þess að hún kærði hann, neitaði hann að hafa áreitt hana eða verið nakinn. Þess í stað hefði hann heyrt einhver hljóð úr gerbergi hennar og taldi hana vera veika og vildi athuga hvort hana vantaði hjálp.Framferði bendir til ásetnings Samkvæmt niðurstöðu dómsins voru systurnar talar trúverðugar. Þær hafi báðar lýst ítarlega þeirri háttsemi sem maðurinn var sakaður um og framburður þeirra hafi fengið stoð í framburði móður þeirra. „Í þessu ljósi, en einnig að því gættu að framburður ákærða þykir samkvæmt ofansögðu ótrúverðugur, er það mat dómsins að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um í ákæru. Þá bendir framferði hans til þess að ásetningur hans hafi staðið til þess að brjóta á stjúpdætrum sínum, en fyrir liggur að hann viðhafði ekki þessa hegðun gagnvart sambýliskonu sinni né eigin dóttur,“ segir í dómnum. Manninnum var gert að greiða yngri stjúpdóttur sinni 700 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Au þess var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Sú staðreynd að hann hafði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður og að málið dróst á langinn var manninum til refsiminnkunar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í fimm mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára fyrir að bera sig fyrir framan stjúpdætur sínar og fróa sér svo þær sáu til. Þar að auki fyrir að hafa berað kynfæri sín í reisn í stofu heimilis þeirra og sagt annarri stjúpdóttur sinni að horfa á sig. Önnur stjúpdóttir mannsins kærði manninn í nóvember 2016 og sagðist hún hafa vaknað degi áður við það að maðurinn var nakinn inn í herbergi hennar og að strjúka á henni lærið. Hún sagði manninn hafa byrjað að vera ítrekað nakinn fyrir framan hana á heimili þeirra þegar hún var 13 ára gömul, sem var um það bil þremur árum áður.Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness sagðist hún oft hafa orðið vitni að því að hann bæri vaselín á kynfæri sín í skrifstofuherbergi sínu og þar að auki hafi hún nokkrum sinnum séð hann fróa sér í svefnherberginu. Hann hafi haft hurðina opna þannig að hún sæi hann.Rakti sýniþörf til lyfja Hin systirin var einnig yfirheyrð af lögreglu og tók hún fram að stjúpfaðir sinn væri haldinn parkinsonssjúkdómi og kvaðst hún vita að sýniþörf væri algeng hjá slíkum sjúklingum. Hún sagðist þrisvar sinnum hafa gengið fram hjá svefnherberginu þar sem maðurinn hafi verið að fróa sér með opna hurð og sú hegðun hefði byrjað þegar hann fór að taka lyf við parkinssons, um svipað leyti og hin dóttirin, sem er yngri, sagði hegðunina hafa byrjað. Eldri systirin sagðist einu sinni hafa orðið fyrir óviðeigandi snertingu af hálfu mannsins. Þau hafi verið að horfa á sjónvarpið hafi hann setið þar með fulla reisn og hún hafi ætlað að fara þar sem það hafi verið óþægilegt. Hann hafi þá gripið í hana og sagt henni að horfa á.Lofaði bót og betrun Móðir systranna sagðist aldrei hafa orðið vitni að þeirri háttsemi sem þær lýstu og maðurinn var sakaður um. Hann hefði þó viðurkennt fyrir henni að hann gengi um ber að neðan undir baðslopp og ætti það til að bera kynfæri sín svo dætur hennar sæju til. Þá höfðu dætur hennar rætt við hana um að maðurinn væri að fróa sér í svefnherberginu, án þess að loka að sér, og að hann sæti í sófanum og opnaði sloppinn svo sæist í kynfæri hans. Hún sagði manninn hafa sagt þetta vera hugsunarleysi og lofað bót og betrun. Það hafi þó ekki varað lengi. Hún sagðist hafa verið í afneitun í fyrstu gagnvart ásökunum dætra sinna og ekki séð hve alvarlegt ástandið var fyrr en of seint. Þá hafi hún skynjað mikla vanlíðan hjá annarri dóttur sinni en sambúð móðurinnar og mannsins lauk skömmu eftir að áðurnefnd dóttir lagði fram kæru gegn manninum. Móðirin sagði einnig að hún teldi manninn einungis hafa sýniþörf gagnvart dætrum hennar og hann hafi aldrei komið svona fram við eigin dóttur, sem bjó einnig á heimilinu. Læknir sem sérhæfir sig í heila- og taugasjúkdómum og greindi manninn með parkinsonssjúkdóm árið 2011, bar einnig vitni fyrir dómi. Hann sagði aukaverkanir þeirra lyfja sem maðurinn tæki mögulega raska hvatastjórnun ef vitsmunaleg skerðing væri einnig til staðar hjá sjúklingum. Hann sagðist hvorki hafa merkt vitsmunalega skerðingu hjá honum né haft grunsemdir um aukaverkanir lyfjanna. Læknirinn taldi þó mögulegt að skýra sýniþörf mannsins gagnvart stjúpdætrum sínum vegna áhrifa lyfjanna. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi og framkvæmdi geðrannsókn á manninum, sagði hann ekki hafa sýnt áberandi merki um kvíða, þunglyndi eða minnistruflanir. Hins vegar hafi sambýliskona hans og móðir stúlknanna lýst hegðunarbreytingum hjá honum sem þekkt séu við lyfjameðferð við parkinsonssjúkdómi og sérstaklega þeim lyfjum sem hann var að taka. Þrátt fyrir að maðurinn væri að taka þessi lyfi og að þau kynnu að valda röskun á hvatastjórnun sagði læknirinn að þau gerðu hann ekki óhæfan um að stjórna atferli sínu, þó það væri álitamál og „á gráu svæði“.Kannaðist ekki við sýniþörf Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við að vera haldinn sýniþörf og sagðist ekki gagna um nakinn eða fróa sér að öðrum ásjáandi. Hann sagðist þó baða sig á kvöldin og hann færi í baðslopp eftir það. Þá væri hann oft nakinn undir sloppnum en sagðist halda honum að sér. Hann sagðist þó vita til þess að stjúpdætur hans hefðu kvartað við móður þeirra yfir hegðun hans. Ekki mundi hann hver viðbrögð hans urðu við því en hann sagðist muna eftir því að gert hefði verið samkomulag um að hann léti af hegðun sinni. Þá segist hann hafa reynt að standa við það. Maðurinn sagðist ekki vita af hverju stjúpdóttir hans væri bæri á hann þessar sakir. Henni hefði ávalt verið illa við hann og verið óstýrilát á þessum tíma. Þegar hann var spurður út í atvikið sem yngri systirin segir hafa leitt til þess að hún kærði hann, neitaði hann að hafa áreitt hana eða verið nakinn. Þess í stað hefði hann heyrt einhver hljóð úr gerbergi hennar og taldi hana vera veika og vildi athuga hvort hana vantaði hjálp.Framferði bendir til ásetnings Samkvæmt niðurstöðu dómsins voru systurnar talar trúverðugar. Þær hafi báðar lýst ítarlega þeirri háttsemi sem maðurinn var sakaður um og framburður þeirra hafi fengið stoð í framburði móður þeirra. „Í þessu ljósi, en einnig að því gættu að framburður ákærða þykir samkvæmt ofansögðu ótrúverðugur, er það mat dómsins að fram sé komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann er sakaður um í ákæru. Þá bendir framferði hans til þess að ásetningur hans hafi staðið til þess að brjóta á stjúpdætrum sínum, en fyrir liggur að hann viðhafði ekki þessa hegðun gagnvart sambýliskonu sinni né eigin dóttur,“ segir í dómnum. Manninnum var gert að greiða yngri stjúpdóttur sinni 700 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Au þess var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Sú staðreynd að hann hafði ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður og að málið dróst á langinn var manninum til refsiminnkunar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira