Segir grafalvarlegt að tala mannréttindadómstól niður Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:30 Sigríður Andersen er harðlega gagnrýnd fyrir ummæli um Mannréttindadómstól Evrópu. Vísir/vilhelm „Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira
„Það er sorglegt að horfa upp á þessi viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Mannréttindadómstóls Evrópu á níutíu ára afmæli flokksins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýfallin ummæli Sigríðar Á. Andersen um Mannréttindadómstól Evrópu og dóm hans í Landsréttarmálinu. Í grein í Morgunblaðinu í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins kallaði Sigríður nýfallinn dóm MDE atlögu frá pólitískt kjörnum dómurum í Strassborg. Í greininni segir Sigríður það hafa verið sér sár vonbrigði „að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið falla á kné þegar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Íslendinga.“ Svo lýsir Sigríður því að aldrei í sögunni hafi handhafar ríkisvaldsins fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti og hún treysti því að þegar frá líði verði litið á atlöguna frá Strassborg sem umboðslaust pólitískt at. „Þetta er dapurleg afmæliskveðja Sjálfstæðismanna til landsmanna,“ segir Þorgerður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, tekur í sama streng. „Það er grafalvarlegt að fyrrverandi dómsmálaráðherra tali dómstólinn niður á þann hátt sem hún gerir í greininni. Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu í áratugi og hann hefur fært okkur ýmiss konar réttarbót frá stofnun sem Sigríði, sem er löglærð, ætti að vera kunnugt um,“ segir Helga Vala. Helga Vala og Þorgerður velta einnig fyrir sér áhrifum þessa viðhorfa ráðherrans fyrrverandi á meðferð málsins hjá ríkisstjórninni. „Ég hef líka vissar áhyggjur af því að ríkisstjórnin kunni að láta þessa afstöðu Sigríðar til dómstólsins afvegaleiða sig í nauðsynlegri vinnu við endurreisn okkar dómskerfis sem ekki má bíða lengur með að hefja,“ segir Helga Vala. Þorgerður segir að í ljósi þeirra viðhorfa sem komi fram hjá fyrrverandi dómsmálaráðherra sé ekki að undra hve illa ríkisstjórnin var undir dóminn búin þegar hann féll. „Þessi viðhorf skýra af hverju ríkisstjórnin var ekki betur undirbúin með ýmsum sviðsmyndum eftir því hver niðurstaðan yrði.“Saga Íslands og Mannréttindadómstólsins Fréttablaðið fór yfir sextíu ára sögu sambands Íslands við Mannréttindadómstólsins á laugardaginn, sama dag og grein Sigríðar birtist í Morgunblaðinu. Þar voru rifjuð upp nokkur markverð mál, þeirra á meðal mál Jóns Kristjánssonar sem ók yfir á rauðu ljósi á Akureyri og neitaði að lúta því að sýslumaður bæði rannsakaði málið og dæmdi það. Dómsátt hans og íslenskra stjórnvalda í Strassborg leiddi til umfangsmikilla breytinga á íslensku réttarkerfi með aðskilnaði framkvæmdarvalds og dómsvalds í héraði. Farið var yfir áhrif dóma MDE á innlenda dómaframkvæmd um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs en flest mál sem íslenskir borgarar hafa unnið í Strassborg eru tjáningarfrelsismál íslenskra blaðamanna. Þá eru rifjaðir upp dómar um ólögmætar frelsisskerðingar, brot á rétti manna til að standa utan félaga og fleiri mál.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Sjá meira