Úthlutað úr barnamenningarsjóði í fyrsta sinn í dag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2019 20:00 Þrjátíu og sex styrkir voru veittir en 108 umsóknir bárust. Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún. Börn og uppeldi Menning Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu í dag. Veittir voru 36 styrkir sem námu alls 97,5 milljónum króna. Forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra voru viðstaddar úthlutunina og sögðu fátt mikilvægara en að efla aðgengi barna að menningu og listum. Skólahljómsveit Kópavogs bauð fólk velkomið fyrir utan Alþingishúsið í dag en sjóðurinn var stofnaður fyrir ári síðan. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Ásamt því markmiði að jafna aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður sjóðsins, segir barnamenningu hafa átt undir högg að sækja og þetta því kærkomið fjármagn til að efla hana. „Það er bara erfitt til þess að vita að hugmyndir skuli vera til staðar í stofnunum og hjá listamönnum sem ná ekki flugi því það er ekki til fjármagn fyrir það. Við erum með aðgerðaráætlun á borðinu sem við ætlum að fylgja en höfum ekki getað fjármagnað. Það má segja að stjórnvöld hafi ákveðið að fjármagna aðgerðaráætlun barnamenningar með þessum sjóði,“ segir hún. Meðal þeirra sem fengu styrki eru Borgarbókasafnið, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Listasafn Íslands, Borgarsögusafn og Klassíski listdansskólinn. Einnig voru minni félagasamtök og hópar sem hlutu styrki og þar á meðal Trúðavaktin, sem heimsækir barnaspítalann reglulega. Styrkirnir voru veittir í dag því síðasti sunnudagur í maí er dagur barna hér á landi. „Nú erum við bara að ljúka fyrstu úthlutun af fimm. Við eigum eftir að auglýsa aftur næsta vor og fara í gegnum sama ferli. Úthluta að ári liðnu öðrum pakka til metnaðarfullra verkefna. Þannig að við sitjum uppi með verkefnið í fimm ár. Svo þarf bara að tryggja að þessir fjármunir verði áfram inn í okkar menningartengda starfi,“ segir hún.
Börn og uppeldi Menning Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?