Segir sveitarfélög gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2019 13:49 Víðir Reynisson frá lögreglunni á Suðurlandi. Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann. Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Sveitarfélögin eru mikilvægasti hlekkurinn og ráða miklu þegar náttúruvá og almannavarnir fara saman segir Víðir Reynisson, lögreglumaður og einn helsti sérfræðingur landsins í almannavörnum. Þeim hætti til við að gleyma ábyrgð sinni á almannavörnum. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, lögreglustjórinn á Suðurlandi og lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Skipulagsstofnun stóðu nýlega fyrir ráðstefnu um almannavarnir og skipulag þar sem fjallað var um náttúruvá og viðbrögð við henni. Víðir Reynisson hélt erindi fyrir hönd almannavarna á Suðurlandi enda hefur hann unnið lengi að þeim málum á svæðinu. „Það er auðvitað þannig að sveitarfélögin eru lykilaðilinn í þessum málum. Þau ráða ansi miklu í þessu. Þau taka ákvörðun í gegnum skipulagslögin og í gegnum skipulagsmálin og reglugerðirnar um notkun á þeim landgæðum sem fyrir eru,“ segir hann. Víðir segir að í lögum um almannavarnir komi fram að markmið almannavarna sé að framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerðum. Víðir segir að það þurfi að huga að mörgum þáttum þegar almannavarnir eru annars vegar. „Þegar við vorum að vinna hættumatið fyrir Kötluhlaupin og flóðin til vesturs þá til dæmis koma það í ljós að á flóðasvæðunum var gríðarlegt magn af bensínstöðvum, ofboðslegt magn af eldsneyti. Tiltölulega lítill atburður og þá erum við farin að eiga við verulegt umhverfistjón, “ segir Víðir. Í erindi sínu skaut Víðir á sveitarfélög landsins fyrir að hafa gleymt því að samhliða því að beri stærstu ábyrgðina í skipulagsmálum beri þau einnig stærstu ábyrgðina í almannavörnum. „Þetta þurfum við að ná að tengja saman og ég held að grunnurinn að þessu sé að það sé unnið hættumat fyrir mismunandi náttúruvá, sett viðmið og við í sameiningum vinnum þetta áfram,“ sagði hann.
Almannavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira