„Eurovision fór fram í Tel Aviv á meðan fólk þjáðist aðeins örfáum kílómetrum í burtu“ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 18:31 Bashar Murad er staddur hér á landi með hljómsveitinni Hatara. Skjáskot Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“ Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad segir það hafa verið mikilvægt að gefa út lag hans og hljómsveitarinnar Hatara á þessum tímapunkti, skömmu eftir að Eurovision fór fram í Tel Aviv. Það hafi skotið skökku við að fólk væri að gleðjast yfir söngvakeppninni á meðan fólk væri að þjást aðeins örfáum kílómetrum í burtu. Þetta kom fram í viðtali við Murad í Popplandi í dag en hann er staddur hér á landi á tónleikaferðalagi með Hatara. Í nótt gáfu þeir út lagið Klefi/Samed (صامد) en tónlistarmyndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu, líklega á svipuðum tíma og tökur á Eurovision-póstkortinu fóru fram í apríl og hefur lagið fengið hátt í tvö hundruð þúsund áhorf þegar þetta er skrifað.Sjá einnig: Nýtt lag Hatara og Murad komið út Arabískur titill lagsins, Samed (صامد), þýðir staðfesta og er tilvísun í staðfestu palestínsku þjóðarinnar. Murad segir lagið fjalla um baráttu Palestínumanna fyrir tilverurétti sínum á meðan heimsbyggðin virðist hundsa þeirra aðstæður. „Textinn fjallar í raun um þá staðreynd að við erum hér, það er ekki hægt að afmá okkur og sú staðreynd að við veifum fána þýðir ekki að við séum að ráðast á neinn heldur erum við einungis að minna á þá staðreynd að við erum til,“ segir Murad. Í myndbandinu kemur palestínski fáninn nokkrum sinnum fyrir. Murad segir það ekki vera árás á neinn að veifa fána Palestínu, heldur sé það einungis áminning um tilvist fólksins sem þar býr.SkjáskotKynntist sveitinni á Skype Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Hann kynntist sveitinni í aðdraganda Eurovision eftir að Hatari hafði lýst yfir áhuga á því að komast í kynni við tónlistarmenn frá Palestínu og fá sjónarhorn á báðar hliðar ástandsins. Þeir hafi því átt fund í gegnum Skype og þar hafi samstarfið í raun hafist. „Þeir sendu mér undirspil lagsins og textinn kom til mín samstundis. Lagið var svo sterkt og mér fannst mikilvægt að það yrði gefið út svo heimurinn fengi að heyra það og þar með koma ástandinu heima aftur í umræðuna,“ segir Murad. Hann segir palestínsku tónlistarsenuna vera í miklum blóma þessa stundina og að hans kynslóð líti svo á að það sé á þeirra ábyrgð að láta raddir og skilaboð Palestínumanna heyrast í alþjóðasamfélaginu. Fólkið þar sé komið með nóg af þeirri orðræðu um Palestínumenn sem virðist hafa náð fótfestu víða um heim. „Ég held að besta leiðin til þess sé í gegnum samstarf við aðra listamenn sem deila sömu hugmyndafræði um frið, ást og réttlæti fyrir alla.“
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tónlist Tengdar fréttir Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02 Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Nýtt lag Hatara og Murad komið út Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. 24. maí 2019 07:02
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00