Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 14:01 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér. Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. Bandaríkin hafa ekki átt sendiherra hér á landi frá árinu 2017 er Robert Barber hætti sem sendiherra. Gunter er virkur meðlimur í Repúblikanaflokki forsetans og er meðal annars leiðtogi samtaka gyðinga innan flokksins. Hunter hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans og meðal annars stutt framboð hans fjárhagslega. Þar að auki stýrði hann nefnd sem aflaði fjár fyrir forsetann í aðdraganda kosninganna og Gunter studdi einnig embættistökusjóð Trump verulega. Sérfræðingar segja sendiherra Donald Trump vera reynsluminni og vanhæfari en gengur og gerist í bandarískum stjórnmálum. Í frétt NBC frá því í apríl segir þó marga þeirri skorti reynslu af stjórnmálum og sérstaklega milliríkjasamskiptum eigi margir þeirra sem hafa verið tilnefndir það sameiginlegt að hafa sett töluvert fé í embættistökusjóð forsetans.Gunter er einn af þeim. Það telst eðlilegt ytra að veita stuðningsmönnum þægilegar sendiherrastöður en ríkisstjórn Trump hefur þó tilnefnt fleiri slíka aðila en gengur og gerist og í mikilvægari sendiherrastöður sem fagmenn úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafa iðulega sinnt. Frá sjötta áratugnum hefur hlutfallið verið um það bil tveir á móti þremur. Það er, tveir af hverjum þremur sendiherrum Bandaríkjanna hafa starfað innan utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Hinir eru pólitískt skipaðir. Bæði Barack Obama og George W. Bush héldu sig innan þessa ramma. Hlutfallið hjá Donald Trump er hins vegar um 50/50. Ríkisstjórn Trump segir þó að viðskiptahæfileikar þeirra vegi upp á móti reynsluleysi og að þeir muni þjóna Bandaríkjunum vel. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að Repúblikanar séu í meirihluta í öldungadeildinni hefur gengið erfiðlega að koma tilnefningum sendiherra í gegnum þingið. Horfa má á vitnisburð Gunter, þegar hann mætti fyrir Utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar í fyrra, hér á vef öldungadeildarinnar. Þá má lesa yfirlýsingu hans á fundinum hér.
Bandaríkin Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira