Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2019 14:30 Þrír miklir höfðingjar vinna saman í laginu Sumargleðin. Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin. Menning Bylgjan Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. Sumargleðin er viðburður fyrir ungmenni í 8. - 10. bekk. Ungmennum frá öllum landshornum er velkomið að mæta á hátíðina. Sumargleðin er haldin nú í sjötta sinn. Fyrst var hátíðin haldin í júní árið 2014 og hefur verið haldin árlega síðan. Í öll skiptin hefur hátíðin verið í Kaplakrika í Hafnarfirði, og er þar engin breyting á í ár. „Það var mjög gaman að vinna þetta lag með þeim Gumma og Ingó, en þeir eru mjög hæfileikaríkir báðir tveir og með rosalega gullbarka. Við vildum fanga góðu íslensku sumarstemmninguna ásamt því að gera létt grín af veðrinu sem getur verið mjög breytilegt og allir landsmenn kannast við, en þetta kemur fólki vonandi í gírinn fyrir sumarið 2019,“ segir Victor Guðmundsson, Doctor Victor, sem var að klára fimmta árið í læknisfræði við Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu og kann vel við sig þar, en tónlistin hefur þó alltaf átt stóran part af lífi hans. Nú bætast því Ingó Veðurguð og Gummi Tóta við áður tilkynnta dagskrá, en nemendur í 8-10. bekk geta nælt sér í miða á heimasíðu Sumargleðinnar þar sem miðasala er nú í fullum gangi ásamt fleiri upplýsingum um hátíðina. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun hjá Ívari Guðmunds og Ingó Veðurguð verður í FM95BLÖ á FM957 á eftir þar sem hann ræðir lagið og verður það spilað. Hér að neðan má svo hlusta á nýja sumarlagið sem ber sama heiti og hátíðin Sumargleðin.
Menning Bylgjan Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“