Disney vinnur að mynd eftir Knights of the Old Republic Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2019 10:30 Darth Malak og Darth Revan. Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019 Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Aðdáendur tölvuleiksins vinsæla Star Wars: Knights of the Old Republic hafa tilefni til að fagna. Disney er sagt vera að skoða að gera kvikmyndaþríleik eftir leiknum sem kom út árið 2003 og þykir einn af bestu tölvuleikjum Star Wars söguheimsins. Samkvæmt heimildum Buzzfeed er Laeta Kalogridis að skrifa handrit fyrir mögulega kvikmynd en hún er hvað best þekkt fyrir skrif sín við Shutter Island, Altered Carbon og Terminator Genisys. KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu. Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda. Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7 — MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019 Eins og staðan er núna kemur The Rise of Skywalker, eftir J.J. Abrams út í desember. Næsta kvikmynd söguheimsins á að koma út um jólin 2022. Sú mynd verður eftir þá David Benioff og D.B. Weiss, forsvarsmenn Game of Thrones og verður sú fyrsta í nýjum þríleik þeirra. Leiddar hafa verið líkur að því að mögulega gerist sá þríleikur einnig á tímum Gamla lýðveldisins. Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.Star Wars: Knights of the Old Republic film reportedly in the works https://t.co/LpDNpXroql pic.twitter.com/3dKDDjS9ed— Eurogamer (@eurogamer) May 24, 2019
Bíó og sjónvarp Disney Leikjavísir Star Wars Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira