Nýtt lag Hatara og Murad komið út Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:02 Matthías, Murad, Klemens og palestínski fáninn. Skjáskot Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út lagið Klefi / Samed (صامد) í samstarfi við palestínska popplistamanninn Bashar Murad. Lagið og myndband þess var birt á netinu í nótt og má sjá það hér að neðan. Myndbandið var að hluta tekið upp í Palestínu og má sjá þá Matthías Tryggva Haraldsson og Klemens Hannigan, söngvara Hatara, dansa og ganga um fjalllendi. Í ljósi þess að Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, er hvergi sjáanlegur í atriðunum sem tekin eru upp fyrir botni Miðjarðarhafs má ætla að þeir Matthías og Klemens hafi tekið þau atriði upp samhliða Eurovsion-póstkortinu svokallaða. Þær tökur fóru fram í aprílbyrjun, eins og Vísir greindi frá á sínum tíma, en þá var Einar á tónleikaferðalegi með hljómsveitinni Vök og gat því ekki tekið þátt í póstkortsgerðinni. Þá eru þeir Matthías og Klemens jafnframt klæddir í sömu hvítu skyrtur í myndbandinu og póstkortinu.Sjá einnig: Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanniFyrrnefndur Murad er hinseginn, 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem hann segir að sé í sífellu dregin upp af fólki frá Palestínu. Murad segir í samtali við Metro news að margir Ísraelsmenn réttlæti bæði hernám og mannréttindabrot með þeim rökum að í Palestínu séu miklir fordómar í garð hinsegin fólks. Réttlætingarnar eru Murad þvert um geð og hann kærir sig ekki um að vera notaður sem peð í áróðursstríði. Myndband Hatara og Murad við lagið KLEFI / SAMED (صامد) má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Menning Palestína Tengdar fréttir Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gefa út lag með palestínskum hinsegin popplistamanni Murad er 26 ára listamaður sem býr í austurhluta Jerúsalem. Hann semur sjálfur bæði lög og texta og reynir með list sinni að mölva staðalímyndir. 20. maí 2019 13:00