Stelpur enn feimnari við tækni en strákar Ari Brynjólfsson skrifar 24. maí 2019 06:00 Silja Ómarsdóttir, Sigurrós Snorradóttir og Sunna Rut Guðlaugardóttir, nemendur í Dalskóla. Fréttablaðið/Anton Brink Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þær Silja Ómarsdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Sigurrós Snorradóttir, nemendur í Dalskóla, eru sammála um að þörf sé á meira tækninámi í grunnskólum. Þær voru meðal þeirra rúmlega 900 stúlkna í 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í viðburðinum Stelpur og tækni sem var haldinn í sjötta skiptið í gær. Stúlkurnar heimsóttu HR ásamt því að fara í heimsóknir í fjölbreytt tæknifyrirtæki. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.Hátt í þúsund stelpur af höfuðborgarsvæðinu voru á viðburðinum í Háskólanum í Reykjavík ásamt fjölda tæknifyrirtækja. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er stærsti Stelpur og tækni-dagurinn frá upphafi. Frábært hvað það eru mörg fyrirtæki sem eru til í að vera með okkur í þessu því það er svo mikilvægt að stelpur fái að kynnast þessu og hitta kvenfyrirmyndir í þessum störfum,“ segir Þórunn Hilda Jónsdóttir, viðburðastjóri Háskólans í Reykjavík. Sambærilegur viðburður fór fram í Háskólanum á Akureyri í fyrradag. Það var varla þverfótað fyrir stúlkum í HR í hádeginu í gær. Fréttablaðið náði tali af þeim Silju, Sunnu Rut og Sigurrós, sem höfðu um morguninn heimsótt Tækniskólann þar sem þær fengu að taka í sundur tölvu og setja saman aftur. „Við fórum seint af stað þannig að við tókum þær ekki í sundur, en við fengum að setja saman tölvu,“ segir Silja. Höfðu þær einnig kynnt sér virkni rafbóka. Eftir hádegið heimsóttu þær fjarskiptafyrirtækið Sýn. Þeim tókst að fá tölvuna til að virka eftir að hafa sett hana saman. „Það tók mjög langan tíma, það víxluðust nokkrir vírar,“ segir Sunna Rut. „Þetta var frekar erfitt en mjög gaman,“ segir Sigrún. Þær eru sammála um að störf af þessu tagi komi til greina í framtíðinni, en engin af þeim ætlar að prófa að taka eigin tölvu í sundur. „Ég vil að þær virki, þannig að nei,“ segir Silja. Þær Sunna Rut, Sigurrós og Silja eru sammála um að það þurfi meira tækninám í grunnskóla. „Það er ekki neitt í dag,“ segir Sigrún. Silja hefur á tilfinningunni að stúlkur séu almennt feimnari en strákar við að kynna sér tækni, en það sé að breytast. „Þær eru alla vega feimnari, en þetta er að breytast.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira