Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, kærðu upptökuna til Persónuverndar. Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma. Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns hennar. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. Í úrskurðinum sem fréttastofa hefur undir höndum segir að leynileg hljóðupptaka Báru Halldórsdóttur á samræðum þingmanna á Klausturbar hafi brotið í bága við persónuverndarlög. Henni er því gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní og senda persónuvernd staðfestingu á því. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, segir að svo verði gert. Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti, segir að Miðflokksmenn, sem kærðu upptökuna, standi nú frammi fyrir tveimur möguleikum.Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunni.Vísir/Vilhelm„Nú er fallinn úrskurður hjá Persónuvernd, sem er endanlegur, um að þessi upptaka með leynd hafi verið ólögmæt. Þingmennirnir geta að sjálfsögðu leitað réttar síns frekar í einkamáli. Þeir geta farið fram á bætur, eins og persónuverdarlögin heimila og geta þá krafist skaðabóta fyrir annað hvort eignatjón eða óefnislegt tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir," segir Alma. Þá geti þeir einnig borið úrskurð Persónuverndar undir dómstóla telji þeir hann efnislega rangan. Báru var þó ekki gert að greiða sekt og í úrskurðinum er ítrekað að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós einhvers konar samverknað sem gæti haft íþyngjandi áhrif. Í niðurstöðu segir að litið hafi verið til skýringa um að Bára hafi tekið samræðurnar upp þar sem hún taldi ummælin hafa þýðingu í ljósi stöðu þeirra sem þingmanna, sem og að hún hafi verið stödd á Klaustri fyrir tilviljun.Alma Tryggvadóttir, sérfræðingur í persónurétti„Það er mjög merkilegt að persónuvernd vísar mikið í fordæmi frá Evrópudómstólnum og öðrum persónuverndarstofnunum og er að tala um leynilegar upptökur af til dæmis þingmanni í Grikklandi. Þá er komið inn á þetta að almannapersónur, eins og þingmenn, njóta almennt minni persónuverndar og þá sérstaklega á almannafæri. Engu að síður var tímalengd þessarar upptöku og lengdin metin sem svo að þarna væri gengið of nærri friðhelgi einkalífs þessara þingmanna," segir Alma. Í fyrri úrskurðum Persónuverndar hafa tilfallandi upptökur á farsíma ekki verið taldar falla undir svokallaða rafræna vöktun, líkt og til dæmis öryggismyndavélar gera. Persónuvernd telur hins vegar þessa upptöku falla þar undir, þar sem hún stendur yfir í fjórar klukkustundir. Alma segir þetta fordæmisgefandi. Það skiptir sköpum þar sem ef það er vafi uppi um lögmæti svona upptöku skiptir tímalengdin gríðarlegu máli upp á það hvernig þú rökstyður þín vinnslu persónuupplýsinga á upptökunni eða kvartar yfir henni ef þú vilt leita réttar þíns hjá persónuvernd," segir Alma.
Miðflokkurinn Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira