„Sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 09:00 Katelyn Ohashi í æfingu á gófli þar sem hún hefur svo oft fengið tíu í einkunn. Getty/Katharine Lotze Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Fimleikakonan Katelyn Ohashi sló óvænt í gegn á heimsvísu þegar myndband af gólfæfingum hennar fóru á flug á netmiðlum í janúar síðastliðnum. Það hrifust allir af þessari lífsglöðu og hæfileikaríku fimleikakonu. Það var hins vegar ekki allt sem sýnist. Katelyn Ohashi hafði gengið í gegnum mjög erfiða tíma með miklu mótlæti. Hún sagði breska ríkisútvarpinu sögu sína sem dæmi um andlega erfiðleika sem íþróttafólk þarf að komast í gegnum og reyna að sigrast á. Gólfæfingar Katelyn Ohashi voru fullkomnar enda fékk hún fyrir þær 10.0 eða fullt hús. Hún dansaði sig í gegnum æfingarnar og gerði þær um leið miklu skemmtilegri en þessar hefðbundnu gólfæfingar. Allur heimurinn hreifst líka af henni og tugir milljónir horfðu á þetta magnaða myndband sem má sjá hér fyrir neðan.A isn't enough for this floor routine by @katelyn_ohashi. pic.twitter.com/pqUzl7AlUA — UCLA Gymnastics (@uclagymnastics) January 13, 2019En aftur af sögu Katelyn Ohashi sem var þyrnum stráð. Hún þótti mjög efnileg fimleikakona þegar hún var yngri. Frammistaða hennar á American Cup árið 2013 var sönnun á því en hún vann þá meðal annars Simone Biles. Simone Biles er fjórfaldur Ólympíumeistari í dag. Bakmeiðsli eyðilögðu draum Katelyn Ohashi um að komast í fremstu röð. Hún þurfti að hætta í fimleikum um tíma en þegar hún kom til baka þá fékk hún skólastyrk hjá The University of California, UCLA. Katelyn Ohashi komst aftur út á gólfið og keppti fyrir UCLA. Frammistaða hennar í janúar gerði hana síðan heimsfræga. Það tók hana aftur á móti mörg ár að yfirvinna áfallið og fólkið í kringum hana í fimleikasalnum var ekki að hjálpa með klaufalegum og gagnrýnum athugasemdum sem flestar snérust um útlit hennar og þyngd."I was told I didn't look like a gymnast. I was told I looked like I'd swallowed an elephant, or looked like a pig." Remember this 'perfect 10' routine that went viral? Katelyn Ohashi has opened up about her experience of bodyshaming. Well said, Katelyn! #ChangeTheGamepic.twitter.com/THdfR5Mfyj — BBC Sport (@BBCSport) May 23, 2019„Mér var sagt að ég liti ekki út eins og fimleikakona. Þau sögðu við mig að ég liti út eins og ég hefði gleypt fíl eða að ég liti út eins og svín,“ sagði Katelyn Ohashi við blaðamann BBC. „Ég var að reyna að komast í gegnum sársaukann og grét undan honum við nánast við hverja hreyfingu. Þjálfarinn var ósáttur við það að ég hefði bætt á mig kílóum og kenndi því um sársaukann,“ sagði Ohashi. „Sem fimleikakonur þá eru líkamar okkar stanslaust í sviðsljósinu í þessum litla keppnisgalla. Mér fannst svo óþægilegt að horfa í spegil. Mér leið illa að ganga inn í fimleikasalinn og fannst allir vera að horfa á mig. Ég þoldi ekki að láta taka myndir af mér. Ég hataði allt við mig sjálfa,“ sagði Ohashi. „Það var meira að segja erfitt að vera heima. Mamma er mjög grönn og súper heilbrigð. Hún sagði kannski: Fórum í sund. Ég svaraði henni: Ég er ekki að fara í sundbol fyrir framan þig,“ rifjaði Ohashi upp. Það má lesa meira af viðtalinu við Katelyn Ohashi með því að smella hér.Getty/Katharine Lotze
Fimleikar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira