Kvenprestar neita að sitja fundi með Ólafi Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Biskup leysti Sr. Ólaf Jóhanneson frá störfum í desember síðastliðnum. Ákvörðun biskups var metin ólögleg af stjórnvöldum. Fréttablaðið/Eyþór Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Stjórn Félags prestvígðra kvenna hvatti alla fundargesti á héraðsfundi Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sem haldinn var í gær, til að sitja ekki fundinn ef séra Ólafur Jóhannsson myndi mæta til fundarins. Ólafur var sóknarprestur í Grensáskirkju þegar konur innan kirkjunnar sökuðu hann um áreitni árið 2017 og hefur verið í leyfi frá störfum síðan. Héraðsfundur er haldinn árlega í hverju prófastsdæmi innan kirkjunnar þar sem farið er yfir starf vetrarins. Má líkja þessum fundum við aðalfundi fyrirtækja og félagasamtaka þar sem skýrsla stjórnar liggur fyrir auk þess sem kosið er í hin ýmsu ráð innan kirkjunnar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur á svæðinu, segir um sextíu manns hafa verið boðaða á fundinn og hafa þar atkvæðisrétt. Séra Ólafur hafi þar ekki atkvæðisrétt þar sem annar prestur er starfandi sóknarprestur í Grensáskirkju. Sá hafi verið boðaður á fundinn. Þar sem héraðsfundur prófastsdæma eru opnir öllum þeim sem annt er um kirkjunnar mál var talið líklegt að séra Ólafur myndi mæta á fundinn. Því sendi stjórn félags kvenpresta póst á alla þá sem höfðu fengið boð á fundinn frá prófasti. „Öll höfum við rétt á að starfa í öruggu vinnuumhverfi og sjálfsögð krafa að velferð þolenda sé öðrum hagsmunum rétthærri í kirkjunni okkar. Í ljósi nýafstaðinna atburða er varða málefni Ólafs Jóhannssonar hvetur stjórn Félags prestvígðra kvenna alla fundargesti er boðuð eru og munu sitja héraðsfund í dag í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra til að taka ábyrga afstöðu með þolendum Ólafs,“ segir í bréfi kvenpresta. „Það gerið þið með því að sitja ekki fundinn ákveði Ólafur að birtast óvelkominn, heldur hvetjum við ykkur til að rísa á fætur og ganga út af fundinum. Er það von stjórnar að samstaða myndist um þessi mótmæli er varða hag okkar allra sem störfum fyrir kirkjuna.“ Nú um mánaðamótin verður Grensásprestakall lagt niður og sameinað Bústaðaprestakalli. Ekki er vitað hvað verður um gömlu sóknarprestsstöðu séra Ólafs við þá breytingu. Staða sóknarprests í sameinuðu prestakalli verður að öllum líkindum auglýst. Biskup leysti Ólaf frá störfum í desember síðastliðnum og hafa stjórnvöld komist að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun biskups hafi verið ólögleg.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. 15. maí 2019 19:45
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Þyrí Halla Steingrímsdóttir, lögmaður kvennanna fimm sem sökuðu séra Ólaf Jóhannsson sóknarprest í Grensáskirkju, furðar sig verulega á framkomu Ólafs og lögmanns hans undanfarna daga. 15. maí 2019 14:43