Miklar breytingar á úrslitum Eurovision eftir mistök skipuleggjenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 18:32 John Lundvik, sænski keppandinn í ár, er líklega ánægður með breyttar niðurstöður. Getty/Guy prives Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar. Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar.
Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11
Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40