Allir krakkarnir í vínrauðu í tilefni dagsins á Selfossi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2019 13:30 Krakkarnir í Sunnulækjarskóla tóku lagið og hópuðu: Áfram Selfoss! mynd/skjáskot Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan. Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Stemningin á Selfossi er ævintýraleg fyrir stórleik kvöldsins þegar að Selfoss tekur á móti deildarmeisturum Hauka í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta en staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Selfoss eftir ótrúlegan endurkomusigur í þriðja leiknum á Ásvöllum. Upphitun Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD hefst klukkan 18.45 en leikurinn verður flautaður á klukkan 19.30. Selfyssingar, sem töpuðu leik tvö á heimavelli, voru mest fimm mörkum undir í síðasta leik, 26-21, þegar að tæpar tíu mínútur voru eftir en þeir skoruðu þá fimm mörk í röð, jöfnuðu metin og unnu svo leikinn í framlengingu. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar eru því í þeirri stöðu í kvöld að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli en Selfoss hefur aldrei unnið titil í handbolta eða yfir höfuð í þremur stóru boltagreinunum, hvort sem um ræðir í karla eða kvennaflokki.Forsala miða hófst í gærkvöldi klukkan 18.00 en röð var byrjuð að myndast ríflega klukkustund áður enda aðeins 600 miðar í boði fyrir Selfyssinga. Hleðsluhöllin tekur aðeins 750 manns og þurfa Haukarnir að fá sína 150 miða. Í dag eru allir í vínrauðu, Selfosslitunum, á Selfossi og búið er að flagga um allan bæ. Íbúar bæjarins eru meira en klárir í að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og hvað þá að horfa upp þetta skemmtilega lið klára dæmið á heimavelli í kvöld. Krakkarnir í Sunnulækjarskóla eru heldur betur spenntir en þar mættu allir í vínrauðu í dag en krökkunum var safnað saman í skólanum þar sem lagið var tekið og svo öskruðu allir: „Áfram, Selfoss!“ Skemmtilegt myndband frá þessari samverustund krakkanna má sjá hér að neðan.
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00 Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03 Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Segir að pressan sé á Selfyssingum: „Eiga að njóta þess að spila svona leik“ Ásbjörn Friðriksson spáir í spilin fyrir leik kvöldsins. 22. maí 2019 07:00
Svona var röðin er Selfyssingar opnuðu miðasöluna fyrir leikinn á morgun Það er mikil spenna á Selfossi fyrir leikinn á morgun. 21. maí 2019 18:03
Baráttan um miðana á Selfossi hefst í kvöld: Aðeins 600 geta upplifað drauminn Selfyssingar hefja forsölu á miðum á fjórða leikinn í lokaúrslitunum í kvöld. 21. maí 2019 15:00