Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 22. maí 2019 06:00 Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Avív í Ísrael. nordicphotos/getty „Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Við trúum á tjáningarfrelsi og eigum ekki í neinum vandræðum með pólitískar yfirlýsingar eða gagnrýni Hatara. Það er hluti af opinberri samfélagsumræðu sem á sér stað í Ísrael á hverjum degi,“ segir Dan Poraz, aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló, aðspurður um viðbrögð sendiráðsins við þátttöku Hatara í Eurovision og lokahnykk sveitarinnar á úrslitakvöldi söngvakeppninnar, þegar sveitin sýndi palestínska fánann í síðasta skipti sem Hatari kom í mynd í beinni sjónvarpsútsendingu frá keppninni í Tel Avív. Hann telur Eurovision-söngvakeppnina þó ekki vera vettvang til þess að viðra pólitískar skoðanir því að einfaldlega sé ekki um pólitískan viðburð að ræða. „Við teljum Eurovision ekki vera rétta vettvanginn fyrir gjörning af þessu tagi. Menning og listir hafa þann sérstaka eiginleika að færa fólk af ólíkum bakgrunni saman og um það snýst Eurovision í grunninn. Reglur keppninnar lúta að því að Eurovision sé ekki pólitískur viðburður og að þar skuli enginn pólitískur áróður eiga sér stað,“ segir aðstoðarsendiherrann í skriflegu svari til Fréttablaðsins. Mikið var rætt um það í aðdraganda Eurovision hvort Ísland ætti yfirhöfuð að taka þátt í keppninni. Til að mynda lýsti Félagið Ísland Palestína yfir vanþóknun sinni á því að Ísland tæki þátt á annað borð. Poraz segist fagna því að Hatari hafi ferðast til Ísrael og vonar að dvölin hafi haft jákvæð áhrif á skoðanir hópsins á stöðunni í Ísrael. „Við fögnum því að Hatari hafi yfirhöfuð komið til Ísrael og tekið þátt í keppninni. Við vonum að þau hafi notið ferðarinnar, kynnst viðkunnanlegu fólki og víkkað sjóndeildarhring skoðana sinna hvað varðar ástandið í Ísrael.“ Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Hatara við ummælum sendiráðsins um það hvort skoðanir þeirra á ástandinu í Ísrael hefðu breyst með heimsókninni. Meðlimir sveitarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30 Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00 Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Engar athugasemdir komið frá Ísrael Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. 21. maí 2019 06:30
Magnús Geir hrökk í kút þegar Hatarar veifuðu palestínsku borðunum Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, viðurkennir að hann hafi hrokkið svolítið í kút þegar hann sá liðsmenn Hatara veifa palestínsku borðunum í stigagjöfinni á laugardagskvöldið. Hann er engu að síður mjög sáttur við framlag Íslands og segir Hatara stórkostlegan gjörningahóp. 21. maí 2019 08:00
Stærstu svikin að segjast vera hættir en taka svo þátt í Eurovision Klemens Hannigan, söngvari Hatara, segir það hafa verið mestu svikin við Eurovision að segja hljómsveitina vera hætta en skrá sig svo til leiks í Söngvakeppnina, forkeppni Eurovision. 21. maí 2019 07:00