Færri Wow-liðar atvinnulausir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira