Unglingar vilja rafrettur og heimabrugg Benedikt Bóas skrifar 22. maí 2019 06:00 Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettur. Aðeins eitt prósent dregur að sér tóbaksreyk. Fréttablaðið/Getty Vímuefnaneysla unglinga í Hafnarfirði hefur sjaldan verið mæld jafn lítil. Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar hefur þó áhyggjur af því hve margir fikta með rafrettur og að kannabisneysla standi að mestu í stað. Skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnaneyslu ungs fólks í Hafnarfirði var lögð fram til nefndarinnar í síðustu viku þar sem þetta kemur fram. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar og sáu kennarar um að leggja spurningalistana fram. Svörin voru ópersónurekjanleg. Áfengisdrykkja heldur áfram að hrynja, reykingar eru langt frá því að vera töff en aðeins eitt prósent hafnfirskra ungmenna í 10. bekk dregur að sér tóbaksreyk. Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettu. Landsprósentan er heil 17,8 prósent yfir þá sem hafa dregið að sér rafrettureyk. Hafnfirðingar eru einnig mun betri í að ala börnin sín upp án áfengis því aðeins 21,8 prósent 10. bekkinga hafa einhvern tímann drukkið áfengi á meðan landshlutfallið er 34,4 prósent. Kókaín og amfetamín eru einu eiturlyfin sem ná yfir eitt prósent yfir þá sem segjast hafa prófað fíkniefni á ævinni en athygli vekur að 4,6 prósent hafnfirskra ungmenna segjast hafa smakkað heimabrugg. Er það í takt við landið allt. Alls segjast 6,5 prósent krakka í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað marijúana á móti 5,9 prósentum yfir landið allt. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Hafnarfjörður Rafrettur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga í Hafnarfirði hefur sjaldan verið mæld jafn lítil. Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar hefur þó áhyggjur af því hve margir fikta með rafrettur og að kannabisneysla standi að mestu í stað. Skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnaneyslu ungs fólks í Hafnarfirði var lögð fram til nefndarinnar í síðustu viku þar sem þetta kemur fram. Könnunin var lögð fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Íslandi í febrúar og sáu kennarar um að leggja spurningalistana fram. Svörin voru ópersónurekjanleg. Áfengisdrykkja heldur áfram að hrynja, reykingar eru langt frá því að vera töff en aðeins eitt prósent hafnfirskra ungmenna í 10. bekk dregur að sér tóbaksreyk. Fram kemur að 13,6 prósent ungmenna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað rafrettu. Landsprósentan er heil 17,8 prósent yfir þá sem hafa dregið að sér rafrettureyk. Hafnfirðingar eru einnig mun betri í að ala börnin sín upp án áfengis því aðeins 21,8 prósent 10. bekkinga hafa einhvern tímann drukkið áfengi á meðan landshlutfallið er 34,4 prósent. Kókaín og amfetamín eru einu eiturlyfin sem ná yfir eitt prósent yfir þá sem segjast hafa prófað fíkniefni á ævinni en athygli vekur að 4,6 prósent hafnfirskra ungmenna segjast hafa smakkað heimabrugg. Er það í takt við landið allt. Alls segjast 6,5 prósent krakka í 10. bekk í Hafnarfirði hafa prófað marijúana á móti 5,9 prósentum yfir landið allt.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Hafnarfjörður Rafrettur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira