Einkarekstur eða ríkisrekstur Jón Ólafur Halldórsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun