Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2019 13:25 Hart er sótt að Ara en Bryhildur segir að ákvörðun um að sækja um sé alfarið á hennar forsendum. Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“ Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikstjóri og leikkona, mun mjög líklega sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra sem auglýst hefur verið laus. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí. Þetta segir hún í samtali við Vísi en hún er nú stödd úti í New York. „Flýgur fiskisaga,“ segir Brynhildur létt í bragði. Þegar Vísir náði tali af henni var klukkan ekki nema sjö í stórborginni og Brynhildur að fara að hlaupa í Central Park. Hún segir það rétt vera að hún sé að velta þessu fyrir sér. Alvarlega. Brynhildur segir asnalegt að svara spurningunni um hvort margir hafi skorað á hana að gera svo. „Þetta hefur alveg verið rætt en það er ekki eins og þúsundir Íslendinga liggi á bjöllunni. Og, ég hef til 1. júlí að hugsa þetta.“Átök um ÞjóðleikhúsiðEins og Vísir hefur greint frá takast þau hart á Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara og Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Birna fordæmir aðgerðaleysi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhúsráðs, sem hafa vísað erindum hennar um kvartanir vegna stjórnunarstíls Ara sem hún hefur viljað tengja við #metoo en Ari bendir á að þessi klögumál séu tilhæfulaus og óræð; þeim hafi verið vísað frá eftir athugun.Ef það er svo að dramatíkin utan sviðs í leikhúsheiminum nær inná sviðið eru leikhúsgestir í góðum málum. Birna Hafstein sækir nú hart að Ara sem verst af mikilli hörku. Kunnugir hafa bent á að tímasetning þessara átaka sé engin tilviljun.Ari vitnar meðal annars til óháðrar til könnunar sem gerð var á síðasta ári þar sem fram kemur að veruleg ánægja er innan veggja Þjóðleikhússins auk þess sem níu sviðsstjórar hússins hafa ritað með afgerandi stuðningsyfirlýsingu við hann. Birna sé þannig að drótta að æru hans og grafa undan Þjóðleikhússins. Óánægjan sé utan veggja hússins en ekki innan. Ari telur um klára atlögu að sér að ræða. Þá hafa kunnugir sem Vísir hefur rætt við bent á að tímasetningin, það að þessi mál séu að koma upp nú og aftur, sé engin tilviljun; þegar staðan Ara hefur verið auglýst laus til umsóknar.Staðan laus og tíminn líður Brynhildur segir þetta leiðindamál en hún hafi að undanförnu starfað hjá Borgarleikhúsinu. Og umsókn af hennar hálfu sé algerlega á hennar forsendum. „Það sækir enginn um til höfuðs einhverjum öðrum. Það er gríðarleg ábyrgð sem maður er að taka á sig með því að rétta upp hönd. Þeir sem telja sig eiga erindi verða að láta í sér heyra. Ef þú gerir ekkert gerist ekkert.“ Brynhildur segir það svo að staða sé laus til umsóknar. Eins og um er að ræða þegar stjórnsýslan er annars vegar. Auglýst til fimm ára. Hún hljóti þá að vera laus og allir sitji við sama borð gagnvart henni.Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið að færa sig af sviðinu í leikstjórnina en uppfærsla hennar á Ríkharði III í Borgarleikhúsinu hefur hlotið mikið lof, en þar er hið blóðuga verk Shakespears tekið nýstárlegum tökum, út frá sjónarhóli kvenna í verkinu.Fbl/Eyþór„Ég er manneskja með mína menntun, framgang í listum, á 48. aldursári og er að hugleiða það alvarlega; hvort ég eigi ekki bara að sækja um þetta starf. Ég er ekki þekkt fyrir að klúðra málum. Ég hef bara sagt þetta í þröngum hópi minna vina. Staðan er laus og tíminn líður. Maður vill veg íslenskrar leiklistar sem mestan og bestan. Um annað snýst það ekki.“Fimm ár eru fimm ár Nú hefur það orðið einskonar hefð að sækist menn eftir öðru tímabili, en Ari er nú að ljúka fimm árum og hefur gefið út að hann vilji sitja áfram, þá teljist það eðlilegt að þeir haldi áfram. Brynhildur segir að allur gangur sé á því. Stefán Baldursson sat til dæmis þrjú tímabil. „Fimm ár eru fimm ár og ég myndi telja að það væri engin hneisa að klára slíkt starf á þeim tíma. Þetta er listræn stjórnunarstaða, við búum í mjög litlu samfélagi og það þarf að vera eðlileg hreyfing,“ segir Brynhildur sem gerir nánar grein fyrir afstöðu sinni. Hún segir að það taki vissulega tíma fyrir alla stjórnendur að koma sér inn í stöður. „Nýr stjórnandi tekur við á ári forvera sinna. Allir ganga þarna inn með sína framtíðarsýn. Þetta er ekki bara að taka sér stöðu við færibandið og halda áfram. Ég hef engar sérstakar skoðanir á því, eðlilegt í opinberum geira að þetta sé svona. En það er bara ákvörðun hvers menntamálaráðherra fyrir sig, ef staðan er auglýst. Þá er það bara þannig. Þá á ekkert að vera að pæla í því frekar. Þetta er mín afstaða. Til hvers að vera að auglýsa stöðuna annars? Fimm ár er ágætur tími og ekkert að því.“
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00