Þurfa að stinga af frá sínum félagsliðum til að geta keppt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 23:00 Alex Morgan, Lauren Holiday, Abby Wambach og Whitney Engen fagna sigri bandaríska landsliðsins á HM 2015. Getty/Christopher Morris Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu. HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu.
HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira