Þurfa að stinga af frá sínum félagsliðum til að geta keppt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 23:00 Alex Morgan, Lauren Holiday, Abby Wambach og Whitney Engen fagna sigri bandaríska landsliðsins á HM 2015. Getty/Christopher Morris Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu. HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira
Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu.
HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Sjá meira