Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 07:15 Stephen Curry fagnar í nótt. Getty/ Steve Dykes Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019 NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum