Göngum út í náttúruna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 21. maí 2019 09:30 Göngutúr í náttúrunni getur aðstoðað fólk við að losna við neikvæða orku. Að ganga í grænu umhverfi getur haft góð áhrif á andlega heilsu fólks. Margir kannast við það að eyða vinnudeginum sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn, halda svo heim á leið og eyða kvöldinu í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Í amstri dagsins fór það fram hjá okkur að búa til tíma fyrir heilsuna. Það þarf ekki að vera mikið en smávegis hreyfing á hverjum degi getur borgað sig til lengri tíma litið. Við eigum það til að gleyma útiverunni og mikilvægi hennar í okkar daglega lífi. Göngutúrar eru frábær leið til að auka útiveru en oft eru þeir taldir vera vanmetin hreyfing, en þeir geta haft stórgóð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Rannsóknir sýna að göngutúrar úti í fersku lofti geta minnkað stress og streitu, aukið orku og jákvæðar hugsanir. Flestir vita að göngutúrar geta haft mjög góð áhrif á líkamann, en fáir gera sér þó grein fyrir því að göngutúrar hafa einnig gríðarlega góð áhrif á heilann. Samkvæmt rannsóknum, þá eykur það blóðflæðið í heilanum að taka 20 mínútna göngutúr, og eins og með flest meiriháttar líffæri þá er aukið blóðflæði mjög mikilvægt fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Að fara í göngutúr er oft á tíðum ekki eins áköf hreyfing og að fara í ræktina á hlaupabretti en það þýðir ekki að áhrifin séu minni. Göngutúr í kringum hverfið, að ganga til vinnu eða í búðina getur haldið heilanum heilum til lengdar. Það getur oft verið erfitt að taka af skarið og byrja á einhverju nýju, erfitt að búa til pláss fyrir eitthvað nýtt í okkar upptekna degi en heilsan er mikilvæg og oft þarf ekki meira en 10-20 mínútna göngutúr nokkru sinnum í viku til að bæta hana til muna.Símalaus göngutúr Þegar þú ferð út í göngutúr, prófaðu að skilja símann eftir heima. Taktu þér frí frá skjánum og horfðu á náttúruna og umhverfið í staðinn. Upplifðu umhverfið með þínum eigin augum, ekki í gegnum skjáinn. Þegar við erum stanslaust að kíkja á símann okkar þá hindrar það oft nýjar hugsanir og hugmyndir í að komast að. Gönguferð án síma getur opnað hugann fyrir nýjum og spennandi hlutum. Við förum að taka eftir fólki, byggingum og náttúrunni. Það er mikilvægt að gefa sjálfum sér frí frá símanum á hverjum degi, og því tilvalið að gera það á meðan maður er að hreyfa sig.Grænn göngutúr Að ganga í kringum tré, plöntur og vötn getur hjálpað við að losna við neikvæða orku og minnkað stress til muna. Við verðum rólegri í kringum þessa hluti einfaldlega vegna þess að þeir er hluti af þeim heimi sem við lifum í og við tengjumst þeim á vissan hátt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að göngutúr í grænu umhverfi núllstilli heilann sem leyfir þér að taka eftir umhverfinu í kringum þig og skapa þar með þá ró sem þarf til að hugleiða. Það er einnig í þessu rólega hugarástandi sem sköpun fólks getur farið af stað og blómstrað. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Margir kannast við það að eyða vinnudeginum sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn, halda svo heim á leið og eyða kvöldinu í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Í amstri dagsins fór það fram hjá okkur að búa til tíma fyrir heilsuna. Það þarf ekki að vera mikið en smávegis hreyfing á hverjum degi getur borgað sig til lengri tíma litið. Við eigum það til að gleyma útiverunni og mikilvægi hennar í okkar daglega lífi. Göngutúrar eru frábær leið til að auka útiveru en oft eru þeir taldir vera vanmetin hreyfing, en þeir geta haft stórgóð áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Rannsóknir sýna að göngutúrar úti í fersku lofti geta minnkað stress og streitu, aukið orku og jákvæðar hugsanir. Flestir vita að göngutúrar geta haft mjög góð áhrif á líkamann, en fáir gera sér þó grein fyrir því að göngutúrar hafa einnig gríðarlega góð áhrif á heilann. Samkvæmt rannsóknum, þá eykur það blóðflæðið í heilanum að taka 20 mínútna göngutúr, og eins og með flest meiriháttar líffæri þá er aukið blóðflæði mjög mikilvægt fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Að fara í göngutúr er oft á tíðum ekki eins áköf hreyfing og að fara í ræktina á hlaupabretti en það þýðir ekki að áhrifin séu minni. Göngutúr í kringum hverfið, að ganga til vinnu eða í búðina getur haldið heilanum heilum til lengdar. Það getur oft verið erfitt að taka af skarið og byrja á einhverju nýju, erfitt að búa til pláss fyrir eitthvað nýtt í okkar upptekna degi en heilsan er mikilvæg og oft þarf ekki meira en 10-20 mínútna göngutúr nokkru sinnum í viku til að bæta hana til muna.Símalaus göngutúr Þegar þú ferð út í göngutúr, prófaðu að skilja símann eftir heima. Taktu þér frí frá skjánum og horfðu á náttúruna og umhverfið í staðinn. Upplifðu umhverfið með þínum eigin augum, ekki í gegnum skjáinn. Þegar við erum stanslaust að kíkja á símann okkar þá hindrar það oft nýjar hugsanir og hugmyndir í að komast að. Gönguferð án síma getur opnað hugann fyrir nýjum og spennandi hlutum. Við förum að taka eftir fólki, byggingum og náttúrunni. Það er mikilvægt að gefa sjálfum sér frí frá símanum á hverjum degi, og því tilvalið að gera það á meðan maður er að hreyfa sig.Grænn göngutúr Að ganga í kringum tré, plöntur og vötn getur hjálpað við að losna við neikvæða orku og minnkað stress til muna. Við verðum rólegri í kringum þessa hluti einfaldlega vegna þess að þeir er hluti af þeim heimi sem við lifum í og við tengjumst þeim á vissan hátt. Nýlegar rannsóknir benda til þess að göngutúr í grænu umhverfi núllstilli heilann sem leyfir þér að taka eftir umhverfinu í kringum þig og skapa þar með þá ró sem þarf til að hugleiða. Það er einnig í þessu rólega hugarástandi sem sköpun fólks getur farið af stað og blómstrað.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira