Engar athugasemdir komið frá Ísrael Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. maí 2019 06:30 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Utanríkisráðuneytinu hafa ekki borist nein viðbrögð frá ísraelskum stjórnvöldum, enn sem komið er, vegna uppátækis íslensku þátttakendanna í lok Eurovision keppninnar síðastliðinn laugardag. „Það verður að koma í ljós hvort einhver viðbrögð berist en við eigum ekki von á að atvikið hafi áhrif á ágæt samskipti ríkjanna,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Uppátæki meðlima Hatara, að veifa Palestínufánum þegar stig Íslands voru kynnt, hefur vakið athygli víða um heim og hafa listamennirnir bæði verið hylltir og fordæmdir fyrir uppátækið. Enn er óvíst hvort einhverjir eftirmálar verða vegna atviksins innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva. Íslensk stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum árum þurft að lempa ísraelsk stjórnvöld og leiðrétta misskilning um afstöðu íslenskra stjórnvalda til Ísraels. Gerðist það síðast árið 2015 þegar borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að sniðganga ísraelskar vörur í mótmælaskyni. Þótt samskipti ríkjanna tveggja séu sögð ágæt hafa íslensk stjórnvöld ítrekað fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem gegnum tíðina og voru fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki með ályktun Alþingis árið 2011.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Ísrael Palestína Utanríkismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira