Eins og ef Messi eða Ronaldo neituðu að taka þátt í HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 09:30 Ada Hegerberg kyssir Meistaradeildarbikarinn í Búdapest um helgina. Getty/Matthew Ashton Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Það er auðvelt að ímynda sér fjölmiðlafárið ef Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu neitað að spila með landsliðum sínum á HM í Rússlandi í fyrra en þannig er einmitt staðan í heimi kvennaknattspyrnunnar. Hin norska Ada Hegerberg var valin besta knattspyrnukona heims í fyrra en hún er ekki í HM-hóp Norðmanna sem eru á leiðinni á HM í Frakklandi í næsta mánuði. Ada Hegerberg minnti á sig um helgina þegar hún skoraði þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hún vann þriðja árið í röð með Lyon. Hegerberg útskýrði afstöðu sína gagnvart norska landsliðinu í viðtali við Ólympíusjónvarpsstöðina eftir leikinn."I don’t think most of the female players get what they deserve today." - Ada Hegerberg, who scored a hattrick in the #UWCLfinal, on why equality is important in sports and how she became the best https://t.co/FnNtaarOLT#UWCL #WomenInFootball@FIFAWWC@AdaStolsmo — Olympic Channel (@olympicchannel) May 19, 2019„Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt en ég sakna þess ekki að spila fyrir knattspyrnusambandið mitt eða frekar knattspyrnusamband ykkar,“ sagði Ada Hegerberg sem hefur átt í deilum við forráðamenn norska knattspyrnusambandsins. Ada vildi ekkert ræða þetta mál við norska ríkisútvarpið en fréttamaður Ólympíusjónvarpsstöðvarinnar fékk aðeins meira frá henni. „Ég er ennþá stolt af því að vera Norðmaður. Ég elska landsliðið mitt. Ég sakna þess að spila fyrir landsliðið mitt og það ætti að útskýra stöðuna. Ég bað aldrei um að enda í þessari stöðu en svona er bara veruleikinn,“ sagði Ada Hegerberg. Hegerberg hefur gagnrýnt kúltúrinn í kringum kvennalandsliðið og segir að það þurfi að gera miklu meira til að hjálpa kvennafótboltanum í Noregi. „Ég reyndi að hafa eins mikil áhrif og ég gat á síðustu árunum sem ég spilaði með landsliðinu en það hafði hjálpaði ekki. Þeir vildu ekki heyra þetta,“ sagði Hegerberg. Hún er tilbúin að fórna HM til að berjast fyrir rét Ada Hegerberg er enn bara 23 ára gömul og ætti því að eiga sín bestu ár eftir. Hún lék sinn síðasta landslið árið 2017 og er með 38 mörk í 66 landsleikjum. Hún hefur aftur á móti skorað 193 mörk í 165 leikjum með Lyon þar af 40 mörk í 39 leikjum í Meistaradeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira