Íslenskt landslið mun taka þátt í Ólympíuleikunum í Eðlisfræði (IPhO) sem fram fara í Tel Aviv í Ísrael 6. til 15. júlí næstkomandi. Mótið er árlegt mót fyrir afburðanemendur í eðlisfræði yngri en 20 ára.
Ísland hefur verið á meðal þátttakanda frá árinu 1984 en Viðar Ágústsson, eðlisfræðikennari við Flensborgarskóla hefur skipulagt þátttöku Íslendinga í keppninni frá upphafi.
Landsliðið hefur nú verið valið og situr nú vaskur hópur fimm pilta, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa lagt stund á nám við Menntaskólann í Reykjavík, við æfingar og dæmareikning.
Drengirnir fimm sem liðið skipa eru ýmist hafa ýmist lokið næst síðast ári menntaskólagöngunnar eða eru nýstúdentar en þess ber að geta að brautskráning stúdenta úr MR fór fram í dag í Háskólabíó. Landsliðið í Eðlisfræði sem heldur til Tel Aviv skipa:
Bjarki Baldursson Harksen
Freyr Hlynsson
Jason Andri Gíslason
Kristján Leó Guðmundsson
Þorsteinn Ívar Albertsson
Auk fimmmenninganna verða með í för fararstjórar hópsins, þeir eru Matthías Baldursson Harksen, stærðfræðingur og eðlisfræðikennari við MR og áðurnefndur Viðar Ágústsson.
Fimm MR-ingar skipa eðlisfræðilandsliðið
Andri Eysteinsson skrifar
