Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 18:30 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta. Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. Hún segist ekki hafa heyrt frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, í tengslum við sakamálarannsókn yfirvalda þar ytra á Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en að hún sé undir það búin. Aðkoma íslenskra yfirvalda í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkilögreglunnar, FBI, hér á landi í síðustu viku hafa verið gagnrýndar, en þá leituðu yfirvöld þar ytra til þeirra íslensku vegna skýrslu töku yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, í tengslum við sakamálarannsókn á Julian Assange, stofnanda Wikileaks og gagnaleka úr bandarísku stjórnkerfi. Sigurður var fenginn í skýrslutöku hér á landi en síðar boðaður í frekari skýrslutöku í Bandaríkjum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra hefur sagt að hún hafði ekki vitneskju um málið.Vísir/Vilhelm Ráðherrar segjast ekki hafa vitað af málinu Aðgerðirnar hafa komið íslenskum ráðamönnum í opna skjöldu og sögðu forsætisráðherra og dómsmálaráðherra fyrir helgi, ekki hafa haft vitneskju af málinu. Ljóst er að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði aðkomu að málinu, en slík gerist ekki nema réttarfarsbeiðni hafi verið lögð fram af ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur ekki viljað veita upplýsingar um aðkomu embættisins. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður hafði aðkomu að Wikileaks um þó nokkurt skeið en sagði skilið við samtökin tvö þúsund og tíu. Hún segir málið undarlegt. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að íslensk yfirvöld veita aðkomu og stuðning við þetta mál og önnur mál, eins og mál sem að laut að breskum njósnara sem að setti sig mjög djúpt inn í umhverfishreyfinguna Saving Iceland, sem að ég var meðal annars aðili að. Það hefur aldrei verið hægt að fá viðunandi svör um aðkomu íslenskra stjórnvalda að því,“ segir Birgitta. Birgitta segir að svo virðist vera að erlend yfirvöld geti komið hingað til lands, með aðkomu íslenskra stjórnvalda, óhindrað, og fært íslenska þegna í skýrslutöku. „Það lítur út fyrir það. Mér finnst þetta mjög alvarlegt. Ég man þegar að mitt mál var í hámæli, að þá átti ég marga fundi í utanríkisráðuneytinu til þess að fá úr því skorið hvort það væri hægt að framselja Íslending til Bandaríkjanna út af þessu máli. Núna veit maður ekkert að ef bandarískum yfirvöldum þætti það sniðugt að fá að ræða við mig, hvort að íslensk yfirvöld myndu hreinlega aðstoða við slík. Svo vil ég nú halda því til haga að FBI hefur ekki haft samband við mig. En ég hef aftur á móti haft samband við lögfræðinga mína í Bandaríkjunum til þess að vera undirbúin ef eitthvað kæmi uppá,“ segir Birgitta.
Bandaríkin Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30
Krefur íslenska ráðamenn svara vegna Assange-rannsóknar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur sent formlega fyrirspurn. 6. júní 2019 22:07