Björgunin á Ísafirði: „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 10:35 Mennirnir voru í snarbröttum klettum í Naustahviflt. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52