Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Ari Brynjólfsson skrifar 8. júní 2019 07:15 “Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið.” Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira