Segir menntakerfið skorta svigrúm til launahækkana Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:30 Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas. Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD segir að veita þurfi kennurum meira svigrúm til að vinna með ólíkar kennsluaðferðir. Að hans mati eru grunnlaun kennara hér á landi ekki slæm en þó vanti möguleikann á að vinna sig upp í launum. Í morgun fór fram fundur Samtaka atvinnulífsins og Háskóla Íslands um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Hann segir íslenskt menntakerfi á góðum stað en þó skorti hraða í framþróun og forgangsröðun fjármagns. Nemendur séu almennt ánægðir í námi á Íslandi en þó þurfi að leggja áherslu á hvern og einn nemanda. „Kerfið einbeitir sér mjög að því að koma öllum á sama stað hvað menntun varðar en það hefur misst dálítið sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu. Ég held að þetta séu svið sem mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á,“ sagði Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.Andreas segir kerfið hafa misst sjónar á nemendum með sérstaka hæfileika og getu.vísir/vilhelmStyrkja þurfi starfsumhverfi kennara og veita þeim meira frelsi til að kenna á ólíka vegu og vinna að nýjum kennsluaðferðum. „Að skaffa kennurum aðlaðandi vinnustað, ekki bara fjárhagslega aðlaðandi heldur vitsmunalega aðlaðandi, gefa kennurum rými til að vera skapandi hönnuðir frumlegs námsumhverfis, aðþeir hafi nægan tíma til að vinna með öðrum kennurum, aðþví að móta góða kennsluhætti og þróa nýjar aðferðir,“ sagði Andreas. Einnig þurfi að vera möguleiki fyrir kennara til að vinna sig upp í launum. „Til dæmis eru byrjunarlaun kennara á Íslandi ekki svo slæm en eina leiðin til að fá aðeins meiri peninga er að eldast. Kerfið viðurkennir ekki sérstaka viðleitni, sérstaka hæfileika. Þetta er það sem vantar í menningunni hérna,“ sagði Andreas.
Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám 7. júní 2019 12:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira