Segir ekkert benda sterklega til að hvalaprump hafi slæm áhrif á umhverfið Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 12:24 Edda Magnúsdóttir, doktor í líffærði, svaraði áleitinni spurningu á Vísindavef Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu. Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, hefur svarað áleitinni spurningu sem leitaði á Júlíus Ívarsson sem vildi fá svar við því hvort að hvalir prumpi og hvort það valdi mikilli losun metangass sem veldur hlýnun jarðar.Svarið birtist á Vísindavef Háskóla Íslands í dag en þar kemur fram að langflest spendýr og fjölmörg skriðdýr prumpa og ropa. Helstu lofttegundir í prumpi og ropi eru lyktarlausar; gastegundir eins og súrefni, nitur, koltvíoxíð, vetni og metan. Lyktin stafar helst af brennisteinssameindum sem tilteknar bakteríur mynda. Af þessum gastegundum er metan áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin. Í svari Eddu kemur fram að ekki sé vitað hversu mikið metan hvalir losa á tímaeiningu. Ástæðan fyrir því er sú að ekki er hlaupið að því að rannsaka vindgang hvala, enda dvelja dýrin neðansjávar stærsta hluta ævinnar og gaslosunin þar að auki alls ekki auðsjáanleg hjá hvölum. Þó óvissa sé enn þónokkur þykir engu að síður ljóst að skíðishvalir eru mun líklegri til að framleiða mikið metan heldur en tannhvalir. Líklega má rekja það til ólíkrar fæðu þar sem skíðishvalir þurfa margir að melta tormeltanlegar kítínskeljar átunnar, en til þess er gerjun mikilvæg, á meðan tannhvalir nærast mestmegnis á auðmeltanlegri fiski. Edda bendir þó á að þrátt fyrir mikla líkamsstærð sé ekkert sem bendi sterklega til þess að gaslosun hvala hafi slæm áhrif á umhverfið, enda er fjöldi flestra hvalategunda langtum minni en fyrir upphaf hvalveiða. „Fjölmargar dýrategundir, bæði meðal skriðdýra og spendýra, losa mikið metan samhliða meltingu fæðu sinnar. Sem dæmi losa krókódílar og risasnákar mikið af metani, einnig jarðsvín og mauraætur. Því er ljóst að metanlosun er hluti af eðlilegri hringrás kolefnis á jörðinni. Líklega eru áhrif þessara metanlosandi dýra hverfandi samanborið við þá gríðarlegu losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af nautgriparækt og jarðefnaeldsneytisbruna flugvéla, bíla og verksmiðja,“ segir í svari Eddu.
Dýr Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira