Ólga í Ísrael eftir brottrekstur Hatara hatara Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 09:16 Hatari á sviðinu í Ísrael. Þátttaka þeirra virðist ætla að draga dilk á eftir sér og heldur verður það að teljast úr óvæntri átt. Getty/Gui Prives Starfsmaður ísraelska flugfélagsins El Al, sú sem stærði sig af því á Facebook að starfsmenn hafi úthlutað meðlimum Hatara lakari sætum í hefndarskyni fyrir það að hafa gagnrýnt Ísrael í Euroivion, var rekin úr starfi sínu. Mikil reiði hefur brotist út í Ísrael vegna málsins, ef marka má The Times of Israel, og hafa fjölmargir hótað því að sniðganga flugfélagið dragi það ekki uppsögnina til baka.The Times of Israel greinir ítarlega frá málinu og fer ekkert á milli mála að mikill hiti er í Ísrael hvar margir krefjast þess að flugfreyjan verði ráðin aftur.skjáskotEins og fram hefur komið birti starfsmaðurinn póst á lokuðum Facebookhópi starfsmanna flugfélagsins og benti glaðhlakkanleg á að meðlimir Hatara hafi fengið verstu sætin í flugvélinni, þeirri sem flutti þá frá Tel Aviv. Málið vakti mikla athygli og stóð jafnvel til að senda formlega kvörtun vegna málsins af hálfu Ríkissjónvarpsins. Vísir beindi fyrirspurnum til El Al en flugfélagið þvertók fyrir að það stæði í einhverjum hefndaraðgerðum gagnvart hljómsveitinni, þó hún hafi gripið til þess ráðs að veifa palestínskum borða þegar tilkynnt var um hversu mörg stig hljómsveitin hlaut í símakosningunni. The Times of Israel greinir meðal annars af því að Skugginn, sem er sagður hægri sinnaður rappari og aðgerðarsinni, hafi birt myndskeið af sér þar sem hann kveikir í flugmiða frá El Al í mótmælaskyni. Hann, og fjölmargir aðrir, krefjast þess að uppsögnin verði dregin til baka undir slagorðinu: „Flugfreyjuna til starfa aftur!“ Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Ísraelska flugfélagið El Al segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá verstu sætin í flugvélinni. 23. maí 2019 08:30 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Starfsmaður ísraelska flugfélagsins El Al, sú sem stærði sig af því á Facebook að starfsmenn hafi úthlutað meðlimum Hatara lakari sætum í hefndarskyni fyrir það að hafa gagnrýnt Ísrael í Euroivion, var rekin úr starfi sínu. Mikil reiði hefur brotist út í Ísrael vegna málsins, ef marka má The Times of Israel, og hafa fjölmargir hótað því að sniðganga flugfélagið dragi það ekki uppsögnina til baka.The Times of Israel greinir ítarlega frá málinu og fer ekkert á milli mála að mikill hiti er í Ísrael hvar margir krefjast þess að flugfreyjan verði ráðin aftur.skjáskotEins og fram hefur komið birti starfsmaðurinn póst á lokuðum Facebookhópi starfsmanna flugfélagsins og benti glaðhlakkanleg á að meðlimir Hatara hafi fengið verstu sætin í flugvélinni, þeirri sem flutti þá frá Tel Aviv. Málið vakti mikla athygli og stóð jafnvel til að senda formlega kvörtun vegna málsins af hálfu Ríkissjónvarpsins. Vísir beindi fyrirspurnum til El Al en flugfélagið þvertók fyrir að það stæði í einhverjum hefndaraðgerðum gagnvart hljómsveitinni, þó hún hafi gripið til þess ráðs að veifa palestínskum borða þegar tilkynnt var um hversu mörg stig hljómsveitin hlaut í símakosningunni. The Times of Israel greinir meðal annars af því að Skugginn, sem er sagður hægri sinnaður rappari og aðgerðarsinni, hafi birt myndskeið af sér þar sem hann kveikir í flugmiða frá El Al í mótmælaskyni. Hann, og fjölmargir aðrir, krefjast þess að uppsögnin verði dregin til baka undir slagorðinu: „Flugfreyjuna til starfa aftur!“
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Ísraelska flugfélagið El Al segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá verstu sætin í flugvélinni. 23. maí 2019 08:30 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Ísraelska flugfélagið El Al segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá verstu sætin í flugvélinni. 23. maí 2019 08:30
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00