Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. júní 2019 06:15 Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna óskar um að byggja við húsið að Mosabarði 15. Fréttablaðið/Ernir „Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Þeir eru að brjóta lög, það er bara þannig,“ segir Jón Garðar Snædal Jónsson, fulltrúi Viðreisnar í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar. Á fundi ráðsins í vikunni var tekið fyrir mál þar sem óskað hafði verið eftir stækkun einbýlishúss að Mosabarði 15. Jón Garðar lagði fram bókun á fundinum þar sem hann varaði við stækkun hússins. Eigandi Mosabarðs 15 sækir um að stækka húsið um 32 fermetra en það er 25 prósent af stærð hússins. Samkvæmt deiliskipulagi er ekki heimilt að byggja viðbyggingar sem ná yfir stærra hlutfall en tíu prósent stærðar hússins sem byggt er við. Einnig þurfa slíkar breytingar að uppfylla önnur skilyrði, svo sem að falla inn á byggingarreit hússins. Málið var sett í grenndarkynningu í bænum og var talað um stækkunina sem óverulega breytingu. Jón Garðar segir þó að um verulega breytingu sé að ræða.Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.„Þeir mega ekki fara með þetta í grenndarkynningu nema að um óverulega breytingu sé að ræða. Þetta er veruleg breyting, það er ekki spurning, því þetta fer fimmtán prósent yfir það sem leyfist í greinargerð deiliskipulagsins.“ Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulagsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, segir embættismenn bæjarins samþykkja tillöguna að stækkun hússins og að allt hafi verið gert samkvæmt bókinni. „Við metum það þannig að þetta sé óveruleg breyting. Hún hefur ekki áhrif á nágrannana, það er langt í næstu lóð, þetta er ekki hátt og veldur hvorki skuggavarpi né útsýnisskerðingu. Þannig að við samþykkjum,“ segir Ólafur. Jón Garðar hefur aðra sögu að segja. „það kemur fram í gögnum að þetta er ekki inni á byggingarreit, þetta er ekki innan deiliskipulags og það er þegar komin kvörtun um það að þetta sé að skerða lífsgæði nágranna,“ segir hann og bætir við að hans upplifun sé sú að ekki sé allt uppi á borðum sem tengist málinu. „Það er eins og eitthvað hangi á spýtunni við að ná þessu máli í gegn. Eitthvað sem enginn veit, það er eitthvað bogið við þetta,“ segir Jón Garðar og bætir að formaður ráðsins og flokksmenn hans ætli að koma málinu í gegn með öllum ráðum. Jón Garðar segist ekki hafa svar við því hvað Ólafi og félögum gangi til en hann geti þó getið sér þess til. „Hvort menn séu að greiða í rétta kosningasjóði, séu frændi einhvers eða bróðir eða hvort búið sé að lofa greiðum. Maður veit ekki og ég get ekki fullyrt neitt um það, hef engar sannanir en þarna fara þeir allavega á þvers og kruss við lögin.“ Málið var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs og hefur verið lagt fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi þann 12. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira