Frægasta fótspor NBA-sögunnar á afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 22:30 Allen Iverson reynir að komast framhjá Tyronn Lue í lokaúrslitunum 2001. Getty/Manny Millan Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Allen Iverson bauð upp á sögulega frammistöðu í fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA-deildarinnar. Aldrei áður og aldrei síðar hefur leikmaður skorað jafnmörg stig í sínum fyrsta leik í úrslitaeinvíginu en Iverson gerði 6. júní 2001. Það var þó sérstaklega eitt fótspor Allen Iverson sem hefur haldið minningunni um þennan leik á lífi en síðan eru liðin nákvæmlega átján ár. Allen Iverson skoraði 48 stig í leiknum á móti Los Angeles Lakers sem Philadelphia 76ers vann óvænt 107-101 á heimavelli Lakers. Iverson var einnig með 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Hann skoraði 34 stuigum meira en næststigahæsti leikmaður 76ers liðsins sem voru þeir Dikembe Mutombo og Eric Snow með 13 stig hvor.18 years ago today ... Iverson stepped over Tyronn Lue pic.twitter.com/bCVgKKdrfZ — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019Tyronn Lue kom inn af bekknum hjá Lakers liðinu og fékk það verkefni að reyna að hægja á Allen Iverson sem hafði átt magnað tímabil og var meðal annars kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Leikurinn var framlengdur og Allen Iverson spilaði 52 mínútur af 53 mínútum í boði. Hann hitti úr 18 af 41 skoti utan af velli, 3 af 8 þriggja stiga skotum og öllum níu vítunum. Eftir eina af körfum Iverson á lokakaflanum þá lá Tyronn Lue á gólfinu fyrir framan hann. Iverson steig þá yfir hann með og gerði um leið lítið úr Tyronn Lue. Í dag fengi leikmaður tæknivillu fyrir þetta í NBA-deildinni en Iverson slapp og fagnaði seinna sigri í leiknum. Philadelphia 76ers átti hins vegar fá svör við ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers eftir það. Shaquille O'Neal og Kobe Bryant félagar unnu næstu fjóra leiki og tryggði sér annan meistaratitilinn í röð. Það breytir ekki því að það frægasta atvikið úr þessu einvígi er þetta fótspor Allen Iverson. Iverson komst aldrei aftur í lokaúrslit NBA og endaði NBA-ferilinn sem flökkukind. Hann lék sinn síðasta leik í deildinni 20. febrúar 2010.AIlen Iverson talks about Tyronn Lue, his defense & the iconic GM1 moment with @marczumoff (Via @Thuzio)pic.twitter.com/vvXbq3p04E — Ballislife.com (@Ballislife) June 6, 201918 years ago today, Allen Iverson stepped over Tyronn Lue. pic.twitter.com/d52QLBtiN2 — Complex Sports (@ComplexSports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira