„Þú ert ógeðslegur morðingi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 11:52 Slökkviliðsmenn vissu að fólkið væri látið og var því engin tilraun gerð til að bjarga þeim. Vísir/egill Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Sjúkraflutningamaður sem var fyrst á vettvang í brunanum á Kirkjuvegi í október í fyrra lýsti því að húsið hafi verið alelda þegar hún kom á vettvang. Hún hafi heyrt öskur úr húsinu en útidyrahurðin hafi verið opin. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson þar sem þau stóðu fyrir utan. Vigfús sætir ákæru fyrir að hafa orðið tveimur að bana með íkveikju. Elva er ákærð fyrir að hafa látið hjá líða að koma í veg fyrir eldsvoðann. Lögreglumaður sem kom snemma á vettvang sagði fjölda fólks hafa byrjað að safnast saman á vettvangi. Þau hafi strax fengið tíðindi af látnu fólki í húsinu. Þeirra fyrsta hugsun hafi verið að morð hefði verið framið og kveikt í húsinu til að hylma yfir. Töluverðar áhyggjur hafi verið af aspesti í húsinu og reynt að sjá til þess við björgunarstörf að líkin yrðu fyrir sem minnstu tjóni. Rætt hafi verið við alla nágranna á vettvangi. Ítrekaði að hann væri morðingi í lögreglubílnum Óskar Sigurðsson, verjandi Vigfúsar, bætti því við að bæði Vigfús og annar hinna látnu hefðu hringt á Neyðarlínuna. Ekki lægi hins vegar fyrir hver hefði svarað. Símtölin eru ekki á meðal gagna málsins. Lögreglumaður á vettvangi lýsti sinni upplifun. Vigfús hefði staðið fyrir utan húsið ásamt Elvu. Vigfús hefði montað sig af því að hafa verið sá sem kveikti í. Þau hafi bæði verið óróleg en Vigfús ekki tekið því illa þegar Elva skammaði hann fyrir að kveikja í. „Þú ert ógeðslegur morðingi“ hafi Elva sagt og í framhaldinu hrækt á hann. Þá hefði Vigfús sagt í lögreglubílnum að hann væri morðingi. Þetta staðfesti lögreglukona líka fyrir dómnum. Verjandi Vigfúsar minnti á að þau orð hefðu verið látin falla eftir að Vigfús var handtekinn. Þá kom læknir fyrir dóminn og lýsti því að banamein hinna látnu hefði verið eitraðar lofttegundir.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira