Úr fjölmiðlum og beint á barinn Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2019 08:42 Óneitanlega tekur Jóhannes Tryggvason kvikmyndagerðarmaður og nú vert sig vel út bak við barborðið. visir/vilhelm Viðvarandi atgervisflótti hefur verið úr stétt fjölmiðlamanna. Árum saman. Þekkt er að margir þeirra færa sig yfir í að verða almannatenglar eða PR-fólk eftir að hafa afplánað í hinum harða og vanþakkláta heimi fjölmiðlunar. Og prísa sig sæla. En, ekki allir. Jóhannes Tryggvason fór á barinn. Eftir að hafa starfað hjá Ríkissjónvarpinu árum saman venti hann sínu kvæði í kross og hefur verið að endurreisa hið fornfræga Djúp sem var rekið í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu við Hafnar- og Pósthússtræti. Mismikill menningarbragur er á hinum og þessum börum, krám og pöbbum. Í mörgum tilfellum er erfitt að fegra þá starfsemi sem þar fer fram hvar fólk kemur saman í þeim eina tilgangi að fóðra fíkn sína. En stundum er þetta margslungnara og svo er í þessu tilfelli.Málverkasýningar og jasstónleikar í Djúpinu Djúpið var á árum áður, auk þess að vera bar, merk menningarstofnun. Þar voru haldnir jasstónleikar og málverkasýningar. Til dæmis var sjálfur Alfreð Flóki með eftirminnilega málverkasýningu í Djúpinu svo dæmi sé nefnt af algjöru handahófi.En, hvernig er þetta til komið, að Jóhannes sé óvænt orðinn vert? „Ég er tengdasonur hjónanna á Horninu og ég og Ólöf Jakobsdóttir, konan mín, erum að reyna að blása nýju lífi í Djúpið. Ólöf er matreiðslumeistari og kokkur á Horninu og ég hef lengi sagt við hana og foreldra hennar að það ætti að nýta þennan fallega sal betur og opna bara bar þarna. Og svo þegar ég sagði upp á RÚV þá sögðu þau að bragði að ég ætti bara að láta slag standa.“Jóhannes ásamt Ólöfu sem hefur leitt hann í gegnum ferlið. Hann kunni ekki einu sinni að skipta um bjórkút.visir/vilhelmJóhannes telur vert að það komi skýrt fram að hann stendur ekki einn í endurreisn Djúpsins. „Ég hefði aldrei getað þetta einn, Ólöf er fagaðilinn sem kemur að þessu. Ég kunni ekki að skipta um bjórkút né gera upp posa fyrir viku síðan svo að það er eins gott að hún heldur í höndina á mér.“ Sem áður sagði gegndi Djúpið menningarhlutverki í borginni og Jóhannes segir þau hafa fullan hug á að endurvekja þá menningartengingu. Til dæmis með tónleikahaldi og í kvöld treður Skúli Mennski upp. Hornið er með elstu starfandi veitingahúsum á landi ef ekki sá elsti. Staðurinn er stofnaður árið 1979, þótti þá sæta miklum tíðindum með því að bjóða upp á hið ítalska eldhús og mun fagna fjörutíu ára afmæli í næsta mánuði.Gæti vel orðið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks Jóhannes hefur lengi starfað við fjölmiðla, sem tæknimaður og hóf sinn feril á Skjá einum fyrir tuttugu árum. Hann flutti sig til RÚV árið 2012. Þetta eru því talsverð viðbrigði fyrir Jóhannes, að hverfa úr því ati og fara bak við barborðið? „Heldur betur. Ég ætlaði að vera farinn í að vera freelance kvikmyndagerðarmaður núna eins og ég var áður en ég byrjaði hjá RÚV 2012. En örlögin tóku í taumana.“ En, hvernig sér hann fyrir sér veruna á bak við barborðið? Nú er steríótýpan sú að barþjónn verði að vera hálfgildings sálfræðingur sem hlustar á raunir slompaðra viðskiptavina sinna.Ertu klár í það hlutverk? „Ég verð bara að marka mér sérstöðu. Ég vann við eftirvinnslu kvikmynda og kenndi í bæði kvikmyndaskólanum og tækniskólanum svo að ég get verið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks sem er að barma sér yfir frosnum tölvum og löngum rendertímum.“Hornið er eitt elsta veitingahús landsins og nú hefur rís Djúpið úr ... djúpinu, ef svo má segja. Þar var á árum áður lífleg menningarstarfsemi.visir/vilhelmÞá gæti Djúpið hæglega orðið blaðamannabar en slíkan stað vantar. Eða, í það minnsta er ekki betur að heyra á fréttastofu Vísis en að stemmning sé fyrir slíku. „Gárungarnir eru þegar byrjaðir að kalla barborðið „colorbar“ eftir stillimyndum í sjónvarpi, eða þá „progress bar“ eins og klipparar þekkja svo vel. Fréttablaðið er líka flutt í næstu götu, ég verð að leggja rækt við góð samskipti við blaðamennina þar.“Blaðamenn sérstaklega velkomnir Allar alvöru borgir verða að eiga sinn blaðamannabar. Kristinn Hrafnsson, nú ritstjóri Wikileaks, viðraði fyrir mörgum árum þá hugmynd að nær væri fyrir Blaðamannafélagið að það keypti bar og ræki hann fremur en þessa sumarbústaði sem eru í eigu félagsins. „Já, mæli Kristinn manna heilastur,“ segir Jóhannes. Reyndar rámar blaðamann Vísis í að einhvern tíma hafi verið gerð könnun meðal barþjóna, um hvaða stétt væri leiðinlegust við barborðið og þá voru prestar þeir einu sem skákuðu blaðamönnum.En, það væntanlega aftrar þér ekki frá því að bjóða fjölmiðlamenn velkomna?„Verandi enn þá með annan fótinn í þeirri stétt þá gæti ég nú varla úthýst fjölmiðlafólki.“ En, að allt öðru. Jóhannes segir tengdaforeldrana káta með að hann sé nú að taka upp þennan kyndil. „Já, þau eru bara ánægð að við séum að nýta húsið betur. Núna þegar framkvæmdum þarna í nágrenninu er loksins að ljúka er kominn grundvöllur fyrir því að hafa opið, sérstaklega eftir að torgið við Bæjarins Bestu var gert upp og hætti að vera bílastæði. Þó að þau sjái eftir stæðunum þá sjá þau eins og ég tækifærin í að nýta innganginn þeim megin.“ Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Viðvarandi atgervisflótti hefur verið úr stétt fjölmiðlamanna. Árum saman. Þekkt er að margir þeirra færa sig yfir í að verða almannatenglar eða PR-fólk eftir að hafa afplánað í hinum harða og vanþakkláta heimi fjölmiðlunar. Og prísa sig sæla. En, ekki allir. Jóhannes Tryggvason fór á barinn. Eftir að hafa starfað hjá Ríkissjónvarpinu árum saman venti hann sínu kvæði í kross og hefur verið að endurreisa hið fornfræga Djúp sem var rekið í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu við Hafnar- og Pósthússtræti. Mismikill menningarbragur er á hinum og þessum börum, krám og pöbbum. Í mörgum tilfellum er erfitt að fegra þá starfsemi sem þar fer fram hvar fólk kemur saman í þeim eina tilgangi að fóðra fíkn sína. En stundum er þetta margslungnara og svo er í þessu tilfelli.Málverkasýningar og jasstónleikar í Djúpinu Djúpið var á árum áður, auk þess að vera bar, merk menningarstofnun. Þar voru haldnir jasstónleikar og málverkasýningar. Til dæmis var sjálfur Alfreð Flóki með eftirminnilega málverkasýningu í Djúpinu svo dæmi sé nefnt af algjöru handahófi.En, hvernig er þetta til komið, að Jóhannes sé óvænt orðinn vert? „Ég er tengdasonur hjónanna á Horninu og ég og Ólöf Jakobsdóttir, konan mín, erum að reyna að blása nýju lífi í Djúpið. Ólöf er matreiðslumeistari og kokkur á Horninu og ég hef lengi sagt við hana og foreldra hennar að það ætti að nýta þennan fallega sal betur og opna bara bar þarna. Og svo þegar ég sagði upp á RÚV þá sögðu þau að bragði að ég ætti bara að láta slag standa.“Jóhannes ásamt Ólöfu sem hefur leitt hann í gegnum ferlið. Hann kunni ekki einu sinni að skipta um bjórkút.visir/vilhelmJóhannes telur vert að það komi skýrt fram að hann stendur ekki einn í endurreisn Djúpsins. „Ég hefði aldrei getað þetta einn, Ólöf er fagaðilinn sem kemur að þessu. Ég kunni ekki að skipta um bjórkút né gera upp posa fyrir viku síðan svo að það er eins gott að hún heldur í höndina á mér.“ Sem áður sagði gegndi Djúpið menningarhlutverki í borginni og Jóhannes segir þau hafa fullan hug á að endurvekja þá menningartengingu. Til dæmis með tónleikahaldi og í kvöld treður Skúli Mennski upp. Hornið er með elstu starfandi veitingahúsum á landi ef ekki sá elsti. Staðurinn er stofnaður árið 1979, þótti þá sæta miklum tíðindum með því að bjóða upp á hið ítalska eldhús og mun fagna fjörutíu ára afmæli í næsta mánuði.Gæti vel orðið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks Jóhannes hefur lengi starfað við fjölmiðla, sem tæknimaður og hóf sinn feril á Skjá einum fyrir tuttugu árum. Hann flutti sig til RÚV árið 2012. Þetta eru því talsverð viðbrigði fyrir Jóhannes, að hverfa úr því ati og fara bak við barborðið? „Heldur betur. Ég ætlaði að vera farinn í að vera freelance kvikmyndagerðarmaður núna eins og ég var áður en ég byrjaði hjá RÚV 2012. En örlögin tóku í taumana.“ En, hvernig sér hann fyrir sér veruna á bak við barborðið? Nú er steríótýpan sú að barþjónn verði að vera hálfgildings sálfræðingur sem hlustar á raunir slompaðra viðskiptavina sinna.Ertu klár í það hlutverk? „Ég verð bara að marka mér sérstöðu. Ég vann við eftirvinnslu kvikmynda og kenndi í bæði kvikmyndaskólanum og tækniskólanum svo að ég get verið sálusorgari kvikmyndagerðarfólks sem er að barma sér yfir frosnum tölvum og löngum rendertímum.“Hornið er eitt elsta veitingahús landsins og nú hefur rís Djúpið úr ... djúpinu, ef svo má segja. Þar var á árum áður lífleg menningarstarfsemi.visir/vilhelmÞá gæti Djúpið hæglega orðið blaðamannabar en slíkan stað vantar. Eða, í það minnsta er ekki betur að heyra á fréttastofu Vísis en að stemmning sé fyrir slíku. „Gárungarnir eru þegar byrjaðir að kalla barborðið „colorbar“ eftir stillimyndum í sjónvarpi, eða þá „progress bar“ eins og klipparar þekkja svo vel. Fréttablaðið er líka flutt í næstu götu, ég verð að leggja rækt við góð samskipti við blaðamennina þar.“Blaðamenn sérstaklega velkomnir Allar alvöru borgir verða að eiga sinn blaðamannabar. Kristinn Hrafnsson, nú ritstjóri Wikileaks, viðraði fyrir mörgum árum þá hugmynd að nær væri fyrir Blaðamannafélagið að það keypti bar og ræki hann fremur en þessa sumarbústaði sem eru í eigu félagsins. „Já, mæli Kristinn manna heilastur,“ segir Jóhannes. Reyndar rámar blaðamann Vísis í að einhvern tíma hafi verið gerð könnun meðal barþjóna, um hvaða stétt væri leiðinlegust við barborðið og þá voru prestar þeir einu sem skákuðu blaðamönnum.En, það væntanlega aftrar þér ekki frá því að bjóða fjölmiðlamenn velkomna?„Verandi enn þá með annan fótinn í þeirri stétt þá gæti ég nú varla úthýst fjölmiðlafólki.“ En, að allt öðru. Jóhannes segir tengdaforeldrana káta með að hann sé nú að taka upp þennan kyndil. „Já, þau eru bara ánægð að við séum að nýta húsið betur. Núna þegar framkvæmdum þarna í nágrenninu er loksins að ljúka er kominn grundvöllur fyrir því að hafa opið, sérstaklega eftir að torgið við Bæjarins Bestu var gert upp og hætti að vera bílastæði. Þó að þau sjái eftir stæðunum þá sjá þau eins og ég tækifærin í að nýta innganginn þeim megin.“
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira