Þrátefli á þingi Þorvaldur Gylfason skrifar 6. júní 2019 07:00 Reykjavík – Menn geta haft ýmsar ástæður til að leggjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka ESB, sumar gildar, aðrar ekki. Umhverfisverndarrök Sumir eru andsnúnir frekari virkjunum af umhverfisástæðum og óttast að samþykkt orkupakkans myndi ýta undir frekari virkjanir, einkum ef Alþingi skyldi ákveða síðar að leggja sæstreng til Evrópu með tilheyrandi jarðraski. Aðrir líta svo á að frekari vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir séu góður kostur fyrir orkuríkt land enda hljóti að vera hægt að gera hvort tveggja í senn: virkja orkuna og vernda umhverfið líkt og t.d. Norðmenn hafa gert. Fyrrnefndu segja þá: Nei, Norðmenn eru hættir að virkja. Svar virkjanasinna við því er að Norðmenn hafi nú þegar virkjað allt sem hægt er að virkja, Íslendingar ekki. Þannig geta menn rökrætt málið fram og aftur.Brennandi hús? Sumir leggjast gegn samþykkt orkupakkans með þeim rökum að ESB hafi verið og sé enn í lægð eins og t.d. harkaleg framganga sambandsins undangengin ár gagnvart Grikkjum vitnar um og því sé rétt að hægja á frekari innleiðingu tilmæla frá Brussel. Því er stundum bætt við að Þýzkaland sé nú orðið að veikum hlekk í ESB-keðjunni þar eð öfgamenn á hægri væng þýzkra stjórnmála (þ. Alternative für Deutschland, AfD) hafi leitt Kristilega demókrata sem hafa stjórnað landinu samfleytt frá 2005 í ógöngur líkt og þjóðernissinnar á Bretlandi rugluðu íhaldsmenn í ríminu með þeirri óvæntu afleiðingu að Bretar kusu að ganga úr ESB. Sumir líkja ESB jafnvel við brennandi hús. Aðrir segja: Hægan, hægan. Evrópa er ekki að brenna, öðru nær. Grikkir fóru svo illa að ráði sínu að það hefði ekki náð nokkurri átt að bjóða þýzkum og frönskum skattgreiðendum og bönkum upp á að borga brúsann. Menn segja: Grikkir urðu að súpa seyðið af eigin óráðsíu. Evran var ekki vandamálið í Grikklandi enda hafa önnur evrulönd komizt bærilega frá fjármálahremmingum síðustu ára, þar á meðal Írland, Lettland og Portúgal, án þess að evran flæktist fyrir þeim. Auk þess snýst samstarfið innan ESB ekki eingöngu um efnahagsmál heldur einnig um félagsmál og mannréttindi. Þannig hefur aðildin að EES sem felur í sér um 70% aðild að ESB skipt sköpum á Íslandi. Aðrir benda á að Svisslendingum vegni vel utan bæði EES og ESB. Svarið við því er að Svisslendingar hafa gert ógrynni af tvíhliða samningum sem jafngilda í reyndinni aðild að EES. Þetta getum við einnig rætt fram og aftur.Framsal fullveldis Sumir leggjast gegn þriðja orkupakkanum með þeim rökum að samþykkt hans feli í sér framsal á íslenzku fullveldi umfram það framsal sem þegar hefur átt sér stað. Svarið við því er að framsal á fullveldi innan vébanda Evrópusamstarfsins hvort sem er innan EES eða ESB liggur í hlutarins eðli. Nánara samstarf og frekari samræming regluverks felur í sér gagnkvæmt tillit. Ein mikilvægustu rökin fyrir aðild að EES og e.t.v. einnig ESB í fyllingu tímans hverfast einmitt um styrkinn sem fylgir því að deila fullveldi sínu vitandi vits með öðrum með því t.d. að geta áfrýjað innlendum dómum til erlendra dómstóla ef nauðsyn krefur. Fullveldisrökin gegn orkupakkanum eru falsrök hliðstæð þeim sem brezkir þjóðremblar beittu til að toga Breta út úr ESB.Nýja stjórnarskráin leysir vandann Þráteflið á Alþingi út af þriðja orkupakkanum stafar m.a. af því að Alþingi hefur þráskallazt við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Hefði hún þegar tekið gildi væri málið löngu leyst án vandkvæða. Þá væri í fyrsta lagi engum stætt á að saka þingmenn um að samþykkja framsal ríkisvalds án heimildar í stjórnarskrá, þ.e. í blóra við gildandi stjórnarskrá, því nýja stjórnarskráin veitir slíka heimild eins og allar aðrar stjórnarskrár Evrópu, þ.m.t. Danmörk og Noregur. Í annan stað myndu andstæðingar orkupakkans sjá fram á að þeir gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að safna undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna. Hvers vegna gerist þetta ekki? Það stafar af því að of margir þingmenn – kjörnir skv. ólögum sem 67% kjósenda höfnuðu 2012 – vilja að Ísland sé eina Evrópulandið sem hefur enga framsalsheimild í stjórnarskrá gagngert til að girða fyrir aðild að EES og ESB hvort sem kjósendum líkar það betur eða verr. Of margir þingmenn kæra sig ekki heldur um að þjóðin geti tekið ráðin af þinginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessum þingmönnum þarf að finna önnur verk að vinna. Nýja stjórnarskráin leysir einnig þennan vanda með því að tryggja jafnt vægi atkvæða ásamt persónukjöri. Samt er hún engin allra meina bót. En hún er framför eins og mörg dæmi hafa sannað undangengin ár, nú síðast þráteflið um þriðja orkupakkann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Sjá meira
Reykjavík – Menn geta haft ýmsar ástæður til að leggjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka ESB, sumar gildar, aðrar ekki. Umhverfisverndarrök Sumir eru andsnúnir frekari virkjunum af umhverfisástæðum og óttast að samþykkt orkupakkans myndi ýta undir frekari virkjanir, einkum ef Alþingi skyldi ákveða síðar að leggja sæstreng til Evrópu með tilheyrandi jarðraski. Aðrir líta svo á að frekari vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir séu góður kostur fyrir orkuríkt land enda hljóti að vera hægt að gera hvort tveggja í senn: virkja orkuna og vernda umhverfið líkt og t.d. Norðmenn hafa gert. Fyrrnefndu segja þá: Nei, Norðmenn eru hættir að virkja. Svar virkjanasinna við því er að Norðmenn hafi nú þegar virkjað allt sem hægt er að virkja, Íslendingar ekki. Þannig geta menn rökrætt málið fram og aftur.Brennandi hús? Sumir leggjast gegn samþykkt orkupakkans með þeim rökum að ESB hafi verið og sé enn í lægð eins og t.d. harkaleg framganga sambandsins undangengin ár gagnvart Grikkjum vitnar um og því sé rétt að hægja á frekari innleiðingu tilmæla frá Brussel. Því er stundum bætt við að Þýzkaland sé nú orðið að veikum hlekk í ESB-keðjunni þar eð öfgamenn á hægri væng þýzkra stjórnmála (þ. Alternative für Deutschland, AfD) hafi leitt Kristilega demókrata sem hafa stjórnað landinu samfleytt frá 2005 í ógöngur líkt og þjóðernissinnar á Bretlandi rugluðu íhaldsmenn í ríminu með þeirri óvæntu afleiðingu að Bretar kusu að ganga úr ESB. Sumir líkja ESB jafnvel við brennandi hús. Aðrir segja: Hægan, hægan. Evrópa er ekki að brenna, öðru nær. Grikkir fóru svo illa að ráði sínu að það hefði ekki náð nokkurri átt að bjóða þýzkum og frönskum skattgreiðendum og bönkum upp á að borga brúsann. Menn segja: Grikkir urðu að súpa seyðið af eigin óráðsíu. Evran var ekki vandamálið í Grikklandi enda hafa önnur evrulönd komizt bærilega frá fjármálahremmingum síðustu ára, þar á meðal Írland, Lettland og Portúgal, án þess að evran flæktist fyrir þeim. Auk þess snýst samstarfið innan ESB ekki eingöngu um efnahagsmál heldur einnig um félagsmál og mannréttindi. Þannig hefur aðildin að EES sem felur í sér um 70% aðild að ESB skipt sköpum á Íslandi. Aðrir benda á að Svisslendingum vegni vel utan bæði EES og ESB. Svarið við því er að Svisslendingar hafa gert ógrynni af tvíhliða samningum sem jafngilda í reyndinni aðild að EES. Þetta getum við einnig rætt fram og aftur.Framsal fullveldis Sumir leggjast gegn þriðja orkupakkanum með þeim rökum að samþykkt hans feli í sér framsal á íslenzku fullveldi umfram það framsal sem þegar hefur átt sér stað. Svarið við því er að framsal á fullveldi innan vébanda Evrópusamstarfsins hvort sem er innan EES eða ESB liggur í hlutarins eðli. Nánara samstarf og frekari samræming regluverks felur í sér gagnkvæmt tillit. Ein mikilvægustu rökin fyrir aðild að EES og e.t.v. einnig ESB í fyllingu tímans hverfast einmitt um styrkinn sem fylgir því að deila fullveldi sínu vitandi vits með öðrum með því t.d. að geta áfrýjað innlendum dómum til erlendra dómstóla ef nauðsyn krefur. Fullveldisrökin gegn orkupakkanum eru falsrök hliðstæð þeim sem brezkir þjóðremblar beittu til að toga Breta út úr ESB.Nýja stjórnarskráin leysir vandann Þráteflið á Alþingi út af þriðja orkupakkanum stafar m.a. af því að Alþingi hefur þráskallazt við að staðfesta nýju stjórnarskrána. Hefði hún þegar tekið gildi væri málið löngu leyst án vandkvæða. Þá væri í fyrsta lagi engum stætt á að saka þingmenn um að samþykkja framsal ríkisvalds án heimildar í stjórnarskrá, þ.e. í blóra við gildandi stjórnarskrá, því nýja stjórnarskráin veitir slíka heimild eins og allar aðrar stjórnarskrár Evrópu, þ.m.t. Danmörk og Noregur. Í annan stað myndu andstæðingar orkupakkans sjá fram á að þeir gætu knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með því að safna undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna. Hvers vegna gerist þetta ekki? Það stafar af því að of margir þingmenn – kjörnir skv. ólögum sem 67% kjósenda höfnuðu 2012 – vilja að Ísland sé eina Evrópulandið sem hefur enga framsalsheimild í stjórnarskrá gagngert til að girða fyrir aðild að EES og ESB hvort sem kjósendum líkar það betur eða verr. Of margir þingmenn kæra sig ekki heldur um að þjóðin geti tekið ráðin af þinginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessum þingmönnum þarf að finna önnur verk að vinna. Nýja stjórnarskráin leysir einnig þennan vanda með því að tryggja jafnt vægi atkvæða ásamt persónukjöri. Samt er hún engin allra meina bót. En hún er framför eins og mörg dæmi hafa sannað undangengin ár, nú síðast þráteflið um þriðja orkupakkann.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun