Tregðulögmálið Davíð Þorláksson skrifar 5. júní 2019 07:00 Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun
Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun