Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Sylvía Hall skrifar 4. júní 2019 19:08 Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Reuters greinir frá. Þáttaröðin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er hún með hæstu einkunn í sögu IMDB en þegar þetta er skrifað er einkunnina 9,7 af 10 mögulegum. Þá eiga Íslendingar fulltrúa í þáttunum en leikarinn Baltasar Breki Samper fer með eitt hlutverkanna.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Ferðirnar sem skrifstofan býður upp á innihalda leiðsögn á ensku og kostar slík ferð um hundrað dollara eða um það bil 12 þúsund íslenskar krónur. Í apríl voru 33 ár liðin frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu. Slysið varð eftir að öryggisprófun í fjórða kjarnakljúfi versins fór úrskeiðis. Í kjölfarið gaus gríðarmikið magn geislavirkra efna út í andrúmsloftið og dreifðist yfir álfuna. Um er að ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Forstöðumaður einnar skrifstofunnar segir að 30% fleiri ferðamenn hafi farið með fyrirtækinu í skoðunarferð um svæðið í maí miðað við sama tíma fyrir ári síðan og bókanir fyrir næstu mánuði hafi aukist um 40%. Önnur skrifstofa segist búast við sambærilegri fjölgun eftir að þættirnir fóru í loftið. Þættirnir fjalla um sögu þeirra sem unnu í verinu, bjuggu í kring og þeirra sem unnu að því að sporna við frekari eyðileggingu. Með aðalhlutverk fara Jared Harris, Stellan Skarsgaard og Emily Watson og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum. Bíó og sjónvarp Menning Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. Reuters greinir frá. Þáttaröðin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er hún með hæstu einkunn í sögu IMDB en þegar þetta er skrifað er einkunnina 9,7 af 10 mögulegum. Þá eiga Íslendingar fulltrúa í þáttunum en leikarinn Baltasar Breki Samper fer með eitt hlutverkanna.Sjá einnig: Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Ferðirnar sem skrifstofan býður upp á innihalda leiðsögn á ensku og kostar slík ferð um hundrað dollara eða um það bil 12 þúsund íslenskar krónur. Í apríl voru 33 ár liðin frá kjarnorkuslysinu í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu. Slysið varð eftir að öryggisprófun í fjórða kjarnakljúfi versins fór úrskeiðis. Í kjölfarið gaus gríðarmikið magn geislavirkra efna út í andrúmsloftið og dreifðist yfir álfuna. Um er að ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Forstöðumaður einnar skrifstofunnar segir að 30% fleiri ferðamenn hafi farið með fyrirtækinu í skoðunarferð um svæðið í maí miðað við sama tíma fyrir ári síðan og bókanir fyrir næstu mánuði hafi aukist um 40%. Önnur skrifstofa segist búast við sambærilegri fjölgun eftir að þættirnir fóru í loftið. Þættirnir fjalla um sögu þeirra sem unnu í verinu, bjuggu í kring og þeirra sem unnu að því að sporna við frekari eyðileggingu. Með aðalhlutverk fara Jared Harris, Stellan Skarsgaard og Emily Watson og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum.
Bíó og sjónvarp Menning Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14 Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30 Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Hljóðrás þáttanna samanstendur af kjarnorkuhljóðum Hildur Guðnadóttir, tónskáld, samdi tónlistina fyrir HBO þættina Tsjernóbíl sem komu út í vetur. Öll tónlistin var samsett úr hljóðum úr kjarnorkuveri í Litáen. 28. maí 2019 20:14
Enginn þáttur fengið eins góðar viðtökur Þættirnir Tsjernóbíl hafa heldur betur slegið í gegn um allan heim að undanförnu en þeir eru byggðir eru á atburðum sem áttu sér stað árið 1986 í Tsjernóbíl í Úkraínu. 29. maí 2019 12:30
Byggja á stærsta kjarnorkuslysi sögunnar Tsjernóbíl hefur göngu sína á Stöð 2 annað kvöld. Þættirnir byggja á einu stærsta kjarnorkuslysi sögunnar þegar sprenging varð í kjarnorkuveri í Úkraínu árið 1986 og geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið í gífurlegu magni. Þrjátíu og þremur árum síðar sér ekki fyrir endann á áhrifum slyssins. 6. maí 2019 17:15
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið