Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Ari Brynjólfsson skrifar 4. júní 2019 08:00 Fimm manns voru um borð í jeppa Alexanders Tikhomirov sem ók út á jarðhitasvæði í nágrenni Mývatns. Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot sitt. Fréttablaðið/Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Rússneska samfélagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á náttúruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarðhitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, landeigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sigurður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfinu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverjum gjörningi, með GoPro-myndavélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Samkvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynningu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel flokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferðamenn umgangist náttúruna af virðingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferðamenn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjallavegi. Nokkur dæmi um utanvegaakstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferðamanna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels