Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2019 07:15 Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomustaður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. Fréttablaðið/Ernir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigutaka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildarvinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal annars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina í samtali við Fréttablaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár.Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu Norðursins. Fréttablaðið/ErnirHann segir útsýnispallana órjúfanlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjallahringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þúsund krónur kosti í Hallgrímskirkjuturn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turninn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendingaverð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var Bláa lónið meðal annars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkrum árum en mismunun eftir þjóðerni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríðindaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira