Sjáðu frábæra nýja Nike auglýsingu fyrir HM kvenna í fótbolta: „Ertu tilbúin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 10:30 Aðalstjarna auglýsingarinnar. Mynd/Twitter/Nike Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019 HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Vel heppnuð Nike auglýsingu fyrir HM kvenna undir einkunnarorðunum: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“. Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst í Frakklandi á föstudaginn með leik gestgjafa Frakka og Suður-Kóreu. Íþróttavöruframleiðandinn Nike lét gera auglýsingu fyrir HM kvenna í ár og heppnaðist hún mjög vel. Áhuginn á kvennafótboltanum er alltaf að aukast í heiminum og heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefur stækkað mjög mikið á síðasta áratug. Mótið heppnaðist einstaklega vel í Kanada fyrir fjórum árum og því er búist við mjög áhugaverðu móti í Frakklandi næsta mánuðinn. Nike er þekkt fyrir sýnar heimspekilegu og hvetjandi auglýsingar og sú nýjasta fellur vel inn í þann flokk. Auglýsingin snýst um það hvert draumarnir geta tekið unga knattspyrnukonu í dag. Inntakið er: „Ekki breyta draumum þínum. Breyttu heiminum“ Aðalstjarna hennar er stelpa sem hefur verið valin til að fylgja leikmanni út á völlinn fyrir leik á HM. Leikmaðurinn er hollenska stórstjarnan og Evrópumeistarinn Lieke Martens sem spilar með Barcelona og var kosin besta knattspyrnukona heims í október 2017. Lieke Martens spyr stelpuna hvort hún sé tilbúin og það er eins gott því í framhaldi fer hún í rússibanareið um hinar ýmsu kringumstæður í fótboltaleik. Auglýsingin hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum og ekki af ástæðulausu. Hún hrífur flesta sem horfa og ætti bara að auka áhuga heimsins á komandi heimsmeistarakeppni þar sem bestu knattspyrnukonur heims berjast um stærsta titilinn í boði. Það má sjá þessa vel heppnuðu auglýsingu hér fyrir neðan.Don’t change your dream. Change the world. #justdoitpic.twitter.com/0cJ1ZTPyVn — Nike (@Nike) June 1, 2019
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn