Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 20:00 Hermann segir nauðsynlegt að taka aftur upp reglur um stærðarviðmið lóða við leikskóla. Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann. Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann.
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira