Youtube-stjarna opnar sig um kynhneigð sína í einlægu myndbandi Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 09:58 Eugene Lee Yang á fjáröflunarsamkomu fyrir The Trevor Project. Vísir/Getty Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019 Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Eugene Lee Yang opnar sig í fyrsta sinn um kynhneigð sína í nýju myndbandi en hann hefur slegið í gegn sem hluti af hópnum The Try Guys á Buzzfeed. Hópurinn gefur út þætti þar sem þeir prófa allt á milli himins og jarðar, allt frá hárvörum yfir í það að smakka allan matseðilinn á KFC.Yang, sem er 33 ára gamall, ólst upp í Texas og er af asískum uppruna. Hann segir bakgrunn sinn hafa gert sér erfitt fyrir að horfast í augu við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður maður. Í samtali við The Advocate segir Lee að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því að hann væri í það minnsta í einhverskonar jaðarhópi. „Ég var áður að vinna úr þeirri staðreynd að ég vissi ekki að ég væri asískur í mörg ár. Einu skilaboðin um það voru frá jafnöldrum mínum á neikvæðan hátt og það lét mig sjálfkrafa detta inn í það hugarfar að mér fannst ég öðruvísi. Öryggi mitt var aldrei eitthvað sem ég tók sem gefnum hlut,“ segir Lee. Hann segir þá upplifun hafa litað hvernig hann horfði á kynhneigð sína því hann hafði áður horft upp á þá meðferð sem hinsegin krakkar fengu í skólanum sínum og það hafi ekki verið falleg sjón. „Það var mikið í samfélaginu sem ýttu mér í þá átt að fara mjög varlega.“Myndbandið gert til þess að vekja athygli á sjálfsvígum hinsegin ungmenna Nú eru fjórir dagar síðan myndbandið var birt á YouTube og hefur það fengið hátt í tíu milljónir áhorfa. Lee er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur myndbandsins en í myndbandinu tjáir hann sig alfarið í gegnum dans við undirspil lagsins A Moment Apart.Myndbandið heitir einfaldlega I‘m Gay og segir Lee það vera hann að tjá sig á afar persónulegan hátt. Þá er myndbandið einnig fjáröflunarverkefni fyrir The Trevor Project sem vinnur að því að fækka sjálfsvígum á meðal hinsegin ungmenna og hafa nú þegar safnast yfir 65 þúsund dollarar í þágu verkefnisins. „Ég hélt aftur af mér vegna ótta og skammar sem kom í kjölfar bakgrunns míns en ég lofa að gefa ykkur allan minn sannleika í því sem ég geri í framtíðinni,“ segir Lee.I created this music video as my personal way of coming out as a proud gay man who has many unheard, specific stories to tell. I withheld because of fear and shame shaped by my background but I promise to give my full truth in the rest of my life's work.https://t.co/bLTX7c4fwvpic.twitter.com/0nLLAWR5FC — Eugene Lee Yang (@EugeneLeeYang) June 15, 2019
Hinsegin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira