Sigurmark Zapata á elleftu stundu skaut Kólumbíu áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 19. júní 2019 23:15 Zapata skoraði sigurmarkið í nótt. vísir/Getty Kólumbía er komið áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir 1-0 sigur á Katar á Estadio do Morumbi leikvanginum í Sao Paulo í kvöld. Markalaust var í fyrri hálfleiknum og allt þangað til fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá skallaði Duvan Zapata boltann í netið eftir glæsilega sendingu James Rodriguez. Lokatölur urðu 1-0 sigur Kólumbíu sem eru því komnir áfram í átta liða úrslitin eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Katar er hins vegar með eitt stig eftir jafntefli gegn Paragvæ í fyrstu umferðinni en Paragvæ og Argentína mætast í nótt. Flautað verður til leiks klukkan 02.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Copa América Fótbolti
Kólumbía er komið áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir 1-0 sigur á Katar á Estadio do Morumbi leikvanginum í Sao Paulo í kvöld. Markalaust var í fyrri hálfleiknum og allt þangað til fjórum mínútum fyrir leikslok. Þá skallaði Duvan Zapata boltann í netið eftir glæsilega sendingu James Rodriguez. Lokatölur urðu 1-0 sigur Kólumbíu sem eru því komnir áfram í átta liða úrslitin eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Katar er hins vegar með eitt stig eftir jafntefli gegn Paragvæ í fyrstu umferðinni en Paragvæ og Argentína mætast í nótt. Flautað verður til leiks klukkan 02.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti