Samdrátturinn dýpri en spáð hefur verið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:30 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48