Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2019 22:51 Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kötlu á Höfðabrekku, austan Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59
Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14