Gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútubílstjóra við Þjórsá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 21:54 Hér sést að litlu mátti muna að orðið hefði árekstur þar sem rútan ekur hratt á móti fólksbílnum. Skjáskot/Facebook Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Vörubílstjóri segist gáttaður á glæfralegum framúrakstri rútu á vegkafla við Þjórsá á Suðurlandi í kvöld. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið töluverða hneykslan netverja. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Óskar F. Júlíusson vörubílstjóri var á leið frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur þegar rútan ók fram úr honum um klukkan hálf 9 í kvöld. Óskar segir í samtali við Vísi að nýbúið sé að leggja klæðningu á veginn og því sé mikið um lausamöl á svæðinu. Hann fari því iðulega ekki mikið yfir 60 kílómetra hraða þegar hann ekur umræddan vegkafla. „Rútan fremst var nýbúin að taka fram úr mér á 90-100 kílómetra hraða með tilheyrandi steinkasti og svo kemur þessi snillingur. Eins og sést á myndbandinu beygi ég alveg út í kant og bremsa,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Manni var brugðið en þetta er að verða daglegt brauð hjá þessari stétt, hópferðabílstjórum. Það er svo mikið stress og læti í gangi að þetta er nánast daglegt að maður er að fá þá á ólöglegum hraða fram úr sér.“ Myndband af atvikunnáðist á upptökuvél í vörubíl Óskars. Hann birti myndbandið svo á Facebook-síðu sinni í kvöld og hefur það vakið töluverða hneykslan. Þá hefur því þegar verið deilt nokkuð víða en færslu Óskars má sjá hér að neðan. Í myndbandinu sést hvernig rútan, sem merkt er Hópbílum, tekur fram úr Óskari en fyrir framan hann er nokkurra bíla lest. Á móti rútunni kemur fólksbíll og litlu má muna að þar verði árekstur. Óskar hægir hins vegar á sér, rútan sveigir inn á hægri akrein og fólksbíllinn sem kemur á móti staðnæmist næstum því í vegkantinum. „Þetta er með því skuggalegra sem maður hefur lent í hvað þetta varðar. Ég hef alveg oft lent í framúrakstri sem er tæpur en þetta er það tæpasta sem maður hefur séð,“ segir Óskar. Guðjón Ármann Guðjónsson framkvæmdastjóri Hópbíla kvaðst ekki hafa séð myndbandið þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Þá sagði hann fyrirtækið fara eftir ákveðnum verklagsreglum en vildi ekki tjá sig frekar um málið.Myndbandið af framúrakstrinum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira