Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2019 12:51 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða. Þetta staðfestir lögmaður Oddnýjar og Hildar, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi. MBl.is greinir frá því að Oddný þurfi að greiða mönnunum tveimur 220 þúsund krónur hvorum um sig í bætur vegna ummælanna en Hildur þarf að greiða þeim tveimur 150 þúsund krónur. Sigrún Ingibjörg var að kynna sér niðurstöðu dómsins þegar Vísir náði í hana en hún sagðist reikna með að eiga eftir að mæla með því við Oddnýju og Hildi að niðurstöðunni verði áfrýjað. Dómarnir hafa ekki verið birtir á vef dómstóla þegar þetta er ritað. Voru ummæli þeirra Hildar og Oddnýjar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. FBL/STEFánMálið má rekja til forsíðufréttar Fréttablaðsins í nóvember árið 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Fréttin birtist 9. nóvember en boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Í júní í fyrra voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna málsins. Oddný var ein þeirra sem stóð fyrir mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu en hún lét eftirfarandi ummæli falla sem hafa verið dæmd dauð og ómerk: 1. Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.2. Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.3. Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.4. Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.5. Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir. Fóru mennirnir hvort um sig fram á tvær milljónir í miskabætur frá Oddnýju.Mennirnir fóru fram á Hildur yrði dæmd til að greiða þeim 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir eftirfarandi ummæli sem hafa verið dæmd dauð og ómerk:„... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“
Dómsmál Hlíðamálið Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira