Líf og dauði í anddyri bókasafnsins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2019 20:00 Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“ Akureyri Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Dauðinn var ofarlega á baugi á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar nýtt alþjóðlegt listaverk var afhjúpað. Gestir bókasafnsins leika lykilhlutverk í sköpun listaverksins. Hugmyndin er að gestir og gangandi skapi listaverkið með því að skrifa á vegginn hverju þeir vilji áorka áður en tíminn er úti. Verkið er það fyrsta sem gestir bókasafnsins sjá er þeir ganga inn. „Þetta á að fá mann til að hugsa um það sem virkilega skiptir máli. Þá fer maður svolítið að horfast í augu við það sem mun að sjállfsögðu gerast einhvern tímann, að við munum öll deyja. Við þurfum að horfast í augu við það og þannig getum við lifað til fullnustu,“ segir Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Berglind Mari Valdemarsdóttir, verkefnastjóri á Amtsbókasafninu á Akureyri.Vísir/Tryggvi PállVeggurinn er hluti af alþjóðlega listaverkinu Before I Die sem sett hefur verið upp í tæplega 100 löndum. Er það hugarfóstur bandarísku listakonunnar Candy Chang. Það var auðsótt að fá leyfi til þess að setja verkið upp á Akureyri. „Það vill svo skemmtilega til að hún hefur komið hingað til Akureyrar og henni leist bara afar vel á þetta allt saman og vill endilega fá bara sem mest af myndum og fá að vita allt mögulegt um þennan vegg hér í bæ og vonar að sem flestir taki þátt,“ segir Berglind Mari.Ungir sem aldnir geta skrifað á vegginn.Vísir/Tryggvi PállÁsthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og aðrir fylgdu á eftir. Ert þú búinn að ákveða hvað þú ætlar að setja á vegginn? „Ég er búinn að hugsa þetta og ég veit það ekki. Það er alveg að nógu af taka, umhverfismálin, fara til Fídjí. Ég veit það ekki, mér dettur örugglega eitthvað sniðugt í hug.“
Akureyri Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira